Útgáfuhóf vegna útgáfu nýrrar stjórnmálafræðilegrar skáldsögu
Vegna útgáfu nýrrar stjórnmálafræðilegrar skáldsögu dr. Eiríks Bergmanns, prófessors við Háskólann á Bifröst, er blásið til útgáfufagnaðar á morgun föstudag klukkan 17 síðdegis í Eymundsson. Öllum Bifrestingum er boðið. Í Samsærinu er fylgst er með því hvernig þrengist um hið frjálslynda þjóðfélag í víxlverkun átaka og ógnar; á milli ratíkalíseraðra íslamskra hryðjuverkaafla og þjóðernispopúlískra stjórnmálahreyfinga.
Fræðilegur þráður sögunnar er dreginn úr bók Eiríks, Nordic Nationalism and Right-Wing Populist Politics, sem kom út hjá alþjóðlega fræðibókarisanum Palgrave Macmillan fyrir nálega ári.
Í Samsærinu eru niðurstöður stjórnmálafræðilegrar rannsóknar með öðrum orðum settar inn form pólitísks reyfara. Skráning fer fram á https://www.facebook.com/events/124707731536761/
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta