Fréttir og tilkynningar

Rektor heimsækir samstarfsskóla í Istanbul 13. desember 2017

Rektor heimsækir samstarfsskóla í Istanbul

Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst heimsótti nýverið Istanbul Aydin háskólann í Istanbul en er hann einn af fjölmörgum samstarfsskólum háskólans. Þar fundaði rektor með aðstandendum háskólans og ræddir voru mögulegir samstarfsfletir á milli háskólanna tveggja.

Lesa meira
Forseti viðskiptadeildar rannsakar þjónandi forystu 8. desember 2017

Forseti viðskiptadeildar rannsakar þjónandi forystu

Sigurður Ragnarsson, forseti viðskiptadeildar við Háskólann á Bifröst, rannsakar nú hvernig þjónandi forysta er iðkuð í þremur bandarískum fyrirtækjum sem þekkt eru fyrir að stunda þjónandi forystu með árangursríkum hætti.
Eitt af þeim fyrirtækjum sem Sigurður hefur heimsótt og rannsakað er TDindustries í Texas en þar tók hann viðtöl við bæði stjórnendur og starfsfólk ásamt því að framkvæma þátttökuathugun. TDindustries er verktaka- og byggingarfyrirtæki sem er afar farsælt og hefur verið á Fortune listanum yfir þau fyrirtæki sem þykir best að starfa fyrir, í tuttugu ár samfleytt.

Lesa meira
Nýtt diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun 8. desember 2017

Nýtt diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun

Háskólinn á Bifröst býður nú í fyrsta skipti upp á diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks og Starfsmenntasjóð Verslunarinnar. Um er að ræða starfstengt fagháskólanám fyrir verslunarstjóra og einstaklinga með víðtæka reynslu af verslunarstörfum.

Lesa meira
Yfirlýsing Háskólaráðs Háskólans á Bifröst  vegna kynbundins ofbeldis í háskólasamfélaginu 5. desember 2017

Yfirlýsing Háskólaráðs Háskólans á Bifröst vegna kynbundins ofbeldis í háskólasamfélaginu

Kynbundið ofbeldi er ólíðandi í háskólum sem annars staðar í samfélaginu. Háskólinn á Bifröst vill ekki þola kynbundið ofbeldi í skólastarfinu, hvort heldur er meðal starfsfólks skólans eða nemenda. Þetta er áréttað í ljósi hinnar miklu umræðu sem hefur verið um kynbundið ofbeldi að undanförnu og í framhaldi af áskorun 348 háskólakvenna hinn 1. desember sl. til háskóla, þekkingarstofnana og fyrirtækja. Þar lýsa þær reynslu sinni af misbeitingu valds, áreitni, niðurlægingu, lítilsvirðingu og annars konar ofbeldi þar sem valdaójafnvægi er beitt sem stjórnunar- og þöggunartæki.

Lesa meira
Skiptinemar á Bifröst 1. desember 2017

Skiptinemar á Bifröst

Á hverju ári sækist hópur nemenda víðsvegar um heim eftir því að stunda skiptinám við Háskólann á Bifröst. Skiptinemarnir nú á haustönn eru alls 31 og með mjög fjölbreyttan bakgrunn. Í hópnum eru fjórir nemendur frá Kóreu, tveir frá Japan og Singapore en einnig sitt hvor nemandinn frá Kanada og Pakistan. Aðrir skiptinemar koma alls staðar að úr Evrópu þ.m.t. Spáni. Það vill svo skemmtilega til að spænski skiptineminn er handboltadómari í heimalandinu og hefur henni verið boðið að dæma þrjá leiki í 2. deild meistaraflokks karla hérlendis í vetur.

Lesa meira
Samstarf við FOM háskóla í Þýskalandi 24. nóvember 2017

Samstarf við FOM háskóla í Þýskalandi

Síðustu daga hafa Vilhjálmur Egilsson rektor og Karl Eiríksson alþjóðafulltrúi Háskólans á Bifröst verið í Essen í Þýskalandi að funda með aðilum FOM háskólans. Sá skóli sérhæfir sig í námi með vinnu og er að mörgu leyti líkur Háskólanum á Bifröst.

Lesa meira
Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun 24. nóvember 2017

Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun

Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík bjóða sameiginlega upp á nýtt nám í verslunarstjórnun í samstarfi við Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks, Starfsmenntasjóð verslunarinnar, VR og Samtök verslunar og þjónustu. Markmiðið með náminu er að opna dyr fyrir þá sem mennta sig í verslun og þjónustu og vilja halda áfram í háskólanám. Sífellt eru gerðar auknar kröfur til stjórnenda í atvinnulífinu hvað menntun varðar og eru stjórnendur almennt nú flestir með háskólanám að baki. Nýtt fagháskólanám í verslunarstjórnun er ætlað að gefa starfandi verslunarstjórum færi á að styrkja sig í starfi með því að bæta við sig hæfni og öðlast menntun við hæfi.

Lesa meira
Áhugaverð meistararitgerð um íslenska stjórnendur 23. nóvember 2017

Áhugaverð meistararitgerð um íslenska stjórnendur

Bergþóra Hlín Arnórsdóttir lauk nýverið MS gráðu við Háskólann á Bifröst. Í lokaritgerð sinni rannsakaði Bergþóra verkefni og viðhorf opinberra stjórnenda og þá með hvaða hætti íslenskir stjórnendur falla að gildum norrænnar forystu. Ritgerð Bergþóru hefur vakið töluverða athygli vegna fræðilegs framlags hennar og í kjölfarið skrifaði hún fræðigreinina „Viðhorf íslenskra og danskra stjórnenda til starfsumhverfis í ljósi norrænna gilda“ásamt þeim Einari Svanssyni, sem var jafnframt leiðbeinandi Bergþóru og Kára Joensen. Greinin fjallar um niðurstöður nýrrar rannsóknar sem byggir á meistararitgerð hennar.

Lesa meira
Líflegar umræður á stefnumótunarfundi 22. nóvember 2017

Líflegar umræður á stefnumótunarfundi

Þann 21. október síðastliðinn hélt stjórn Háskólans á Bifröst stefnumótunarfund. Til fundarins var boðað fulltrúaráð skólans, starfsfólk, nemendur og fulltrúar aðstandenda skólans. Góð mæting var á fundinn en hann sóttu yfir 50 manns og mörg áhugaverð sjónarmið voru viðruð. Velt var upp spurningum er lutu m.a. að stefnupýramída skólans, Háskólanum á Bifröst eftir 10 ár, tengingu skólans við atvinnulífið, áherslum varðandi námsframboð og kennsluhætti, hugsanlega sameiningu við aðra háskóla, staðsetningu skólans, forgangsmál næstu ára og fleira.

Lesa meira