Fréttir og tilkynningar

Háskólinn á Bifröst er rétti staðurinn fyrir þig
Eva Karen Þórðardóttir lauk MLM í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2017. Í dag rekur Eva eigið fyrirtæki sem heitir Effect en þar er boðið upp á ráðgjöf um gæðamál og stefnumótun fyrir fyrirtæki. Evu fannst meistaranámið í forystu og stjórnun heillandi kostur, auk þess sem það hentaði henni mjög vel að vera í fjarnámi.
Lesa meira
Orkustofnun úthlutar styrkjum vegna rannsókna á sviði smávirkjana
Orkustofnun mun á þessu ári veita tvo styrki allt að 500.000 kr. vegna rannsókna eða námsverkefna til Meistaraprófs (MSc.) á sviði smávirkjana til raforkuframleiðslu. Markmið með styrkveitingunni er að stuðla að aðgengilegu efni fyrir þá sem hyggjast nýta landgæði til framleiðslu raforku í byggðum landsins.
Styrkirnir standa til boða öllum sem stunda rannsóknir á meistarastigi svo fremi sem verkefnin styðja við smávirkjanaverkefni Orkustofnunar.

Opinn dagur Háskólans á Bifröst 2. júní
Háskólinn á Bifröst verður með opinn dag 2. júní, milli kl 14.00 og 17.00. Á opna deginum verður námsframboð skólans kynnt og boðið upp á glæsilega fjölskylduskemmtun á sama tíma.
Nemendur bjóða gestum í gönguferðir um svæðið og skólann þar sem skoðaðar verða allar byggingar skólans, aðstaða nemenda og umhverfið í kringum skólann. Fulltrúar deilda skólans munu vera á staðnum og kynna námið.

Grunnskólanemar kynntu sér starf Háskólans á Bifröst
Fjórir nemendur úr grunnskólum Borgarbyggðar komu kynntu sér starf Háskólans á Bifröst. Þetta voru þau Guðrún Karítas, Guðbrandur Jón, Ásdís Lilja og Viktoría Líf en þau eru öll í 10. bekk.
Lesa meira
Umsjón nemendaskrár- og kennslukerfis, laust starf frá 1. ágúst
Við auglýsum eftir umsjónarmanni nemendaskrár- og kennslukerfis tímabundið til eins árs í fullt starf frá og með 1. ágúst nk. vegna afleysinga. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Búseta á Bifröst eða í Borgarfirði er æskileg. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí nk
Lesa meira
Auglýst eftir náms- og starfsráðgjafa frá 1. ágúst
Við auglýsum eftir náms- og starfsráðgjafa tímabundið til eins árs í fullt starf frá og með 1. ágúst nk. vegna afleysinga. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Búseta á Bifröst eða í Borgarfirði er æskileg. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí nk.
Lesa meira
30 ára útskriftarafmæli
Árgangur 1988 fagnaði 30 ára útskriftarafmæli á dögunum. Afmælinu var fagnað að Löngumýri í Skagafirði þar sem meðal annars var keppt í kubba- og staurakasti.
Lesa meira
Verkefnastjórnun-ný áherslulína í forystu og stjórnun
Í haust verður í fyrsta sinn boðið um á nýja áherslu í þessu sívinsæla meistaranámi þ.e. meistaranám í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun. Í atvinnulífi og samfélagi eru sífellt gerðar meiri kröfur um fagmennsku við að stýra og leiða fjölbreytt verkefni. Verkefnastjórnun vegur þannig æ meira í faglegri forystu.
Lesa meira
Vinnustofa í verkefninu INTERFACE á Írlandi
Þann 6. og 7. mars síðastliðinn fór fram stjórnarfundur og vinnustofa í Erasmus verkefninu INTERFACE. Fundurinn fór fram á Írlandi og var þar meðal annars unnið að þróun námskrár fyrir leiðbeinendur og ráðgjafa, sem ætlunin er að virkja til stuðnings við eflingu frumkvæðis og nýsköpunar í dreifðari byggðarlögum þátttökulandanna.
Lesa meira