Háskólinn á Bifröst styrkti átakið 'Á allra vörum' 30. september 2019

Háskólinn á Bifröst styrkti átakið 'Á allra vörum'

Háskólinn á Bifröst styrkti átakið Á allra vörum með því að gefa öllum kvenkyns starfsmönnum við skólann varalit og gloss. Átakið er kynningar-og fjáröflunarátak þar sem þjóðin sameinast um eitt málefni og lætur gott af sér leiða. Í ár var það forvarnarátakið Eitt líf sem hlaut stuðninginn en það er átak sem stendur fyrir óhefðbundnu forvarnarstarfi í grunnskólum landsins sem byggir á fræðslu fyrir börn, ungmenni, foreldra þeirra og kennara um þá hættu sem fylgir neyslu vímuefna og misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum.

Að sögn Dagnýjar Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra kennslu og þjónustu, var þessi ákvörðun tekin þar sem skólinn vildi láta gott af sér leiða og átakið Eitt líf stendur mörgum nærri. Meðalaldur nemenda við Háskólann á Bifröst er um það bil 35 ár, oft eru nemendur að koma til baka í nám og hafa fjölbreytta og jafnvel misjafna lífsreynslu á bakinu. Ábyrgð er jú eitt af grunngildum skólans og því teljum við það eitt af okkar hlutverkum að sýna þá ábyrgð í verki, átakið Eitt líf snertir okkur öll og því hvetjum við alla til að gera slíkt hið sama og sýna stuðning í verki.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta