Norræn menningarráðstefna haldin með glæsibrag á Bifröst
Dagana 28. – 30. ágúst var hin norræna NCCPR (Nordic Conference on Cultural Policy Research) ráðstefna haldin í níunda sinn. Í ár var komið að Íslendingum að halda ráðstefnuna, en það hlutverk gengur á milli norðurlandanna annað hvert ár. Hún var því, haldinn á Bifröst, aðal skipuleggjandi og fulltrúi í vísindanefnd ráðstefnunnar fyrir hönd Íslendinga er Njörður Sigurjónsson, dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.
Þema ráðstefnunnar var jaðar menning og þar komu saman um 80 fræðimenn, nemendur og starfsfólk sem öll eiga það sameiginlegt að koma að menningarstefnu með einum eða öðrum hætti. Aðal uppstaðan í dagskrá ráðstefnunnar voru vinnustofur þar sem hver og einn ráðstefnugestur gat kynnt sína rannsókn eða grein um málefni tengt þema ráðstefnunnar. Þá komu einnig gestafyrirlesarar sem voru með erindi, það voru þau Ágúst Einarsson, fyrrverandi rektor skólans, sem flutti erindið „Cultural policy, lessons from Iceland“, Constance DeVereaux, frá Bandaríkjunum sem fluti erindið „Cultural policy and the identity of the incomplete” og Nancy Duxbury, frá Kanada, sem fluti erindið “Cultural development in rural and remote areas: an emerging international conversation?”
“Ráðstefnan gekk í alla staði mjög vel og höfðu þátttakendur á orði að hún væri með þeim betri sem þau hefðu sótt. Skipulagið hefði verið gott, aðstaðan til fyrirmyndar og umhverfið hefði komið þeim á óvart, fallegt og hrikalegt á sama tíma. Skemmtilegast fannst þeim þó að geta verið saman allan tímann á meðan á ráðstefnunni stóð, dveljast í sömu húsakynnum og kynnast betur en þau hefðu getað gert á ráðstefnu í stórborgum. Þetta er yndislegur staður sem við eigum, Bifröst, og gaman að geta boðið fólki að dvelja hérna með okkur. Besti staður í heimi til að halda ráðstefnur.” Sagði Njörður aðspurður um hvernig ráðstefnan hefði gengið.
Utan formlegrar dagskrár fengu ráðstefnugestir einnig að kynnast íslenskri menningu og náttúru. Farið var í heimsókn í Snorrastofu í Reykholti og gengið með um nágrenni Bifrastar. Þá fóru ráðstefnugestir einnig í óformlega keppni á milli landa hver gæti sungið þjóðlög landa sinna best. Það var einróma álit dómnefndar að Íslendingarnir hefðu staðið sig best, en dómnefndin samanstóð af íslensku þátttakendunum.
Myndir frá ráðstefnunni má sjá hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta