Fréttir og tilkynningar

Sigurvegarar Gulleggsins 2016 17. mars 2016

Sigurvegarar Gulleggsins 2016

Úrslit í frumkvöðlakeppninni Gullegginu eru nú ljós. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti sigurvegurum verðlaunagripinn Gulleggið við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík, laugardaginn 12. mars. Icelandic Startups sér um framkvæmd keppninnar, en Gulleggið var nú haldið í níunda sinn.

Lesa meira
Hringferð í framhaldsskóla landsins 14. mars 2016

Hringferð í framhaldsskóla landsins

Fulltrúar Háskólans á Bifröst ferðast nú hringinn í kringum landið og taka þátt í Háskóladeginum í kringum landið þar sem framhaldsskólanemar eru heimsóttir.

Lesa meira
Meistaranemi við Háskólann á Bifröst hlýtur styrk frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga 10. mars 2016

Meistaranemi við Háskólann á Bifröst hlýtur styrk frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Magnea Steinunn Ingimundardóttir, nemandi við Háskólann á Bifröst, hlaut nýverið styrk vegna meistararitgerðar sinnar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Er þetta í fyrsta sinn sem félagið undirritar slíka samninga vegna meistararitgerða sem fjalla um málefni sveitarfélaga og hafa skírskotun til markmiða og aðgerða í stefnumörkun sambandsins fyrir árin 2014-2018.

Lesa meira
Frá undirrittun samnings milli ESA og íslensku lagadeildanna í Háskólanum í Reykjavík. Frá vinstri, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs við Háskólann á BIfröst, Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Helga Jónsdóttir s 9. mars 2016

Laganemar við Háskólann á Bifröst taka þátt í sameiginlegri málflutningskeppni á sviði EES-réttar

Laganemum við Háskólann á Bifröst gefst tækifæri á því að skrá sig til leiks í málflutningskeppni á sviði EES-réttar. Um er að ræða sameiginlega keppni eftirlitsstofnunar EFTA og lagadeilda háskólanna á Íslandi sem haldin verður í nóvember næstkomandi í Hæstarétti Íslands. Fær sigurliðið að launum ferð til Brussel með kynningu á Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel.

Lesa meira
Háskólinn á Bifröst kynntur í framhaldsskólum landsins 8. mars 2016

Háskólinn á Bifröst kynntur í framhaldsskólum landsins

Eftir vel heppnaðan Háskóladag halda fulltrúar Háskólans á Bifröst nú hringinn í kringum landið og taka þátt í Háskóladeginum í kringum landið þar sem framhaldsskólanemar eru heimsóttir.

Lesa meira
Tíu hugmyndir keppa til úrslita í Gullegginu 2016 29. febrúar 2016

Tíu hugmyndir keppa til úrslita í Gullegginu 2016

Í ár bárust um 200 viðskiptahugmyndir, þar af 80 viðskiptaáætlanir, í Gulleggið, stærstu frumkvöðlakeppni landsins. Hátt í 100 manna rýnihópur, skipaður til jafns konum og körlum, með fjölbreyttan bakgrunn las hugmyndirnar yfir og hafa þær tíu stigahæstu nú verið valdar.

Lesa meira
Fyrirlestur þýska aktívistans Heinz Ratz við Háskólann á Bifröst 24. febrúar 2016

Fyrirlestur þýska aktívistans Heinz Ratz við Háskólann á Bifröst

Heinz Ratz, rithöfundur, skáld, tónlistarmaður og aktívisti heldur fyrirlestur í sal Háskólans á Bifröst, að Suðurgötu 10 í Reykjavík, mánudaginn 14. mars næstkomandi. Þar mun Heinz fjalla um óvenjulega nálgun sína á flóttamannavandanum í Þýskalandi.

Lesa meira
Frá Bifröst til Suður-Afríku 23. febrúar 2016

Frá Bifröst til Suður-Afríku

Lilja Marteinsdóttir útskrifaðist með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2008 og meistaragráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Lancaster. Lilja segir veruna á Bifröst hafa gefið sér byr undir báða vængi og þeir hafi fleytt henni alla leið til Suður-Afríku þar sem hún hefur búið og starfað um árabil.

Lesa meira
Háskólinn á Bifröst hefur opnað fyrir umsóknir 22. febrúar 2016

Háskólinn á Bifröst hefur opnað fyrir umsóknir

Háskólinn á Bifröst hefur opnað fyrir umsóknir.
Háskólinn tekur þátt í Háskóladeginum þann 5. mars næstkomandi og eru allir þeir sem vilja kynna sér nám við Háskólann á Bifröst hvattir til að líta við.

Lesa meira