14. júlí 2017
26 þátttakendur frá 15 löndum í alþjóðlegum sumarskóla á Bifröst
Alþjóðlegur sumarskóli fór af stað 8. júlí við Háskólann á Bifröst í annað sinn og nam fjölgun þátttakenda 30% milli ára. Titill sumarskólans er: Sustainable future: Creative Leadership in the 21st Century. Næstu þrjár vikur verður fjallað um áskoranir sem leiðtogar framtíðarinnar munu að líkindum fást við, bæði í atvinnulífinu og í persónulegu nærumhverfi.
Á dagskrá eru meðal annars námstengdar ferðir í Hús sjávarklasans, í Hellisheiðarvirkjun og á Erpsstaði en þátttakendur munu einnig fá tækifæri til að fara á hestbak, á sjóstöng, í fjallgöngu, í fuglaskoðun og margt fleira.
Þátttakendur eru 26 talsins frá 15 löndum víðs vegar um heiminn. Í fyrsta skipti eru þátttakendur frá Brasilíu, Indlandi, Kólumbíu og Bandaríkjunum.
Alls eru sex gestakennarar sem taka munu þátt í kennslu og aðstoða umsjónarkennara okkar Einar Svansson og Dr. Auði H. Ingólfsdóttur. Gestakennararnir koma frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi og Austurríki. Verkefnastjóri alþjóðlega sumarskólans er Karl Eiríksson.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta