Flugfreyjustarfið sveipað dýrðarljóma
Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir útskrifaðist úr meistaranámi í menningarstjórnun nú í vor frá Háskólanum á Bifröst. Andrea segist hafa valið námið vegna þess að menningu sé að finna alls staðar og námið bjóði upp á marga möguleika.
Meistararitgerð Andreu fjallar um ímynd flugfreyja með það að markmiði að fá innsýn í störf þeirra og rannsaka hvort að ímyndin endurspegli raunverulega störfin. Helstu niðurstöður voru þær að flestar flugfreyjurnar sem Andrea ræddi við töldu ímynd starfsins vera sveipaða dýrðarljóma, sem eftirsóknarvert þykir að viðhalda, en sá ljómi endurspeglar í raun ekki aðra þætti í starfinu t.d. álagið og vinnuaðstæður.
,,Mér fannst námið reynast ótrúlega vel, það er frábært að geta skipulagt tíma sinn sjálfur með framúrskarandi fjarkennslu, áfangarnir eru fjölbreyttir og starfsfólk og nemendur frábærir,” segir Andrea um námið í menningarstjórnun.
Nám í menningarstjórnun býr nemendur undir viðamikil og oft vandasöm störf á menningar- og menntasviðinu. Námið hefur verið í boði frá árinu 2004 og er mótað með hliðsjón af íslensku og alþjóðlegu menningarumhverfi og þeim áskorunum sem bíða nemenda eftir að námi lýkur.
Á myndinni túlkar Andrea viðfangsefnið á skemmtilegan máta.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta