Nýjungar í Háskólagátt
Háskólagáttin þjónar þeim sem fullnægja ekki formlegum inntökuskilyrðum háskóla og veitir undirstöðumenntun á framhaldsskólastigi. Í Háskólagátt hafa nemendur nú val um tvær námsleiðir, annars vegar almennt nám og hins vegar nám með áherslu á verslun og þjónustu. Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi og er nám með áherslu á verslun og þjónustu fjarnám. Annars vegar tveggja anna nám án kjarnagreina og hins vegar fjórar annir með kjarnagreinum og er mikil áhersla lögð á hagnýtingu námsins.
„Haustið 2015 var tekin ákvörðun um að endurskoða nám í verslunarstjórnun og færa það jafnframt undir frumgreinanám Háskólans á Bifröst. Með breytingunni er búið að varða leið fyrir þá sem starfa í verslun og þjónustu inn í hluta náms í viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. Nemendur geta valið um að ljúka fullu námi sem eru 80 f-einingar eða einungsi sérhæfðu námi í verslun og þjónustu og útskrifast þá með 40 f-einingar. Nemandinn getur tekið upp þráðinn seinna og lokið 40 f-einingum til viðbótar í kjarnagreinum framhaldsskólanna; íslensku, ensku og stærðfræði og við það opnast tækifæri til að hefja nám í hluta þess náms sem er í boði í viðskiptadeildinni,“ segir Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir, sviðsstjóri annarrar menntastarfsemi og bætir við að í nokkurn tíma hafi orðið vöntun á slíku námi fyrir starfsfólk í verslun og þjónustu inn í háskólanám.
„Nú er leiðin vörðuð og við tökum þátt í að móta framtíðina með okkar nemendum,“ segir Hulda.
Nánari upplýsingar má nálgast hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta