Fréttir og tilkynningar

Breyttur viðtalstími náms- starfsráðgjafa 10. janúar 2018

Breyttur viðtalstími náms- starfsráðgjafa

Náms- og starfsráðgjafi Háskólans á Bifröst er Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir og býður hún upp á viðtöl á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum frá kl. 8 – 15. Náms- og starfsráðgjöf Háskólans á Bifröst er staðsett á fyrstu hæð í húsnæði skólans, Hamragörðum. Einnig er boðið upp á viðtöl á starfstöð Háskólans á Bifröst að Suðurlandsbraut 22 á fyrirfram auglýstum dagsetningum.

Lesa meira
Fjölbreyttur hópur skiptinema á vorönn 2018 9. janúar 2018

Fjölbreyttur hópur skiptinema á vorönn 2018

Á hverju ári sækist hópur skiptinema víðsvegar um heim eftir því að stunda skiptinám við Háskólann á Bifröst. Skiptinemar nú á vorönn eru 30 talsins og koma þeir m.a. frá Bangladesh, Japan, Suður Kóreu, Þýskalandi, Frakklandi, Taiwan, Mexico og Canada. Þetta er því mjög fjölbreyttur hópur að þessu sinni og margir nemarnir langt frá heimabyggð. Skiptinemarnir hræðast greinilega hvorki myrkur eða kalt veður en þeir eru þegar farnir að ferðast um héraðið og skoða náttúrfegurð Íslands í vetrarbúningnum.

Lesa meira
Nýr starfsmaður við þróunar- og alþjóðasvið 8. janúar 2018

Nýr starfsmaður við þróunar- og alþjóðasvið

Lara Pázmándi hefur verið ráðin við alþjóða- og þróunarsvið Háskólans á Bifröst. Hún hefur störf núna um áramótin og mun starfa með Karli Eiríkssyni alþjóðafulltrúa háskólans. Lara mun meðal annars sinna samskiptum við skiptinema, starfsmannaskiptum, fyrirspurnum um nám og aðstoða við ýmis önnur verkefni.

Lesa meira
Góð aðsókn í nám á vorönn við Háskólann á Bifröst 3. janúar 2018

Góð aðsókn í nám á vorönn við Háskólann á Bifröst

Mjög góð aðsókn er í nám á vorönn 2018 við Háskólann á Bifröst en ríflega hundrað umsóknir hafa borist. Formlegum umsóknarfresti lauk þann 10. desember síðastliðinn en umsóknir eru enn að berast skólanum og farið verður yfir þær allar. Mest aukning er á umsóknum í meistaranám en búast má við töluvert fleiri innritunum nú á vorönn en á sama tíma fyrir ári síðan.

Lesa meira
Útskrift úr Mætti kvenna 15. desember 2017

Útskrift úr Mætti kvenna

Þann 14. desember síðastliðinn útskrifuðust 30 konur úr Mætti kvenna. Um er að ræða 11 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Hefur námið átt miklum vinsældum að fagna allt frá árinu 2004 og hafa nú rúmlega 900 konur útskrifast úr náminu.

Lesa meira
Rektor heimsækir samstarfsskóla í Istanbul 13. desember 2017

Rektor heimsækir samstarfsskóla í Istanbul

Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst heimsótti nýverið Istanbul Aydin háskólann í Istanbul en er hann einn af fjölmörgum samstarfsskólum háskólans. Þar fundaði rektor með aðstandendum háskólans og ræddir voru mögulegir samstarfsfletir á milli háskólanna tveggja.

Lesa meira
Forseti viðskiptadeildar rannsakar þjónandi forystu 8. desember 2017

Forseti viðskiptadeildar rannsakar þjónandi forystu

Sigurður Ragnarsson, forseti viðskiptadeildar við Háskólann á Bifröst, rannsakar nú hvernig þjónandi forysta er iðkuð í þremur bandarískum fyrirtækjum sem þekkt eru fyrir að stunda þjónandi forystu með árangursríkum hætti.
Eitt af þeim fyrirtækjum sem Sigurður hefur heimsótt og rannsakað er TDindustries í Texas en þar tók hann viðtöl við bæði stjórnendur og starfsfólk ásamt því að framkvæma þátttökuathugun. TDindustries er verktaka- og byggingarfyrirtæki sem er afar farsælt og hefur verið á Fortune listanum yfir þau fyrirtæki sem þykir best að starfa fyrir, í tuttugu ár samfleytt.

Lesa meira
Nýtt diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun 8. desember 2017

Nýtt diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun

Háskólinn á Bifröst býður nú í fyrsta skipti upp á diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks og Starfsmenntasjóð Verslunarinnar. Um er að ræða starfstengt fagháskólanám fyrir verslunarstjóra og einstaklinga með víðtæka reynslu af verslunarstörfum.

Lesa meira
Yfirlýsing Háskólaráðs Háskólans á Bifröst  vegna kynbundins ofbeldis í háskólasamfélaginu 5. desember 2017

Yfirlýsing Háskólaráðs Háskólans á Bifröst vegna kynbundins ofbeldis í háskólasamfélaginu

Kynbundið ofbeldi er ólíðandi í háskólum sem annars staðar í samfélaginu. Háskólinn á Bifröst vill ekki þola kynbundið ofbeldi í skólastarfinu, hvort heldur er meðal starfsfólks skólans eða nemenda. Þetta er áréttað í ljósi hinnar miklu umræðu sem hefur verið um kynbundið ofbeldi að undanförnu og í framhaldi af áskorun 348 háskólakvenna hinn 1. desember sl. til háskóla, þekkingarstofnana og fyrirtækja. Þar lýsa þær reynslu sinni af misbeitingu valds, áreitni, niðurlægingu, lítilsvirðingu og annars konar ofbeldi þar sem valdaójafnvægi er beitt sem stjórnunar- og þöggunartæki.

Lesa meira