Grunnskólanemar heimsækja Bifröst
Nemendur í 10. bekk Grunnskólans í Borgarnesi og úr Grunnskólanum á Varmalandi komu og heimsóttu skólann þann 13. maí síðastliðinn. Þau hétu Andrea Jónsdóttir, Bryndís Hafliðadóttir, Kristín Inga Óskarsdóttir og Styrmir Örn Sigurfinnsson.
Fyrst löbbuðu þau um alla króka og kima skólans, alveg frá Himnaríki og niður til Helvítis. Þau heimsóttu markaðsstjórann James Einar og fengu kynningu á því sem hann gerir. Sólveig Hallsteinsdóttir sýndi þeim húskynni skólans og kynnti starf kennslusviðsins fyrir þeim. Lilja Björg kenndi þeim undirstöðuatriði við fréttaskrif og fleira, þau skrifuðu þessa frétt einmitt að mestu leiti.
Þá fengu þau einnig að kynningu á alþjóðasviðinu frá Karli Eiríkssyni og helstu verkefni sem sviðið fæst við. Að lokum hittu þau Margréti Valgeirsdóttur sem sýndi þeim starf fjármálasviðs og þau fjölbreyttu verkefni sem fengist er við þar. Að lokum fengu þau rúm til að kynna sér einstaka þætti í skólastarfinu frekar fyrir verkefni sem þau vinna um heimsóknina.
Nemendur völdu að fara í Háskólann á Bifröst af því að þeim langaði að kynna sér skólastarfið. Hluti af hópnum kom í vinnusmiðju á Bifröst sem var haldin í samstarfi við grunnskóla Borgarbyggðar sem hluti af skóladeginum.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta