Framúrskarandi misserisverkefni verðlaunað 14. maí 2019

Framúrskarandi misserisverkefni verðlaunað

Misserisvarnir fóru fram við Háskólann á Bifröst dagana 9. og 10. Maí síðastliðinn. Misserisverkefni eru unnin í hóp þar sem kennari leiðbeinir nemendum við vinnuna og þarf hópurinn í kjölfarið að verja verkefnið fyrir prófnefnd og öðrum hóp nemenda. Verkefnin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg, tilgangurinn er einnig margþættur þau veita nemendum t.a.m. tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu efni og gera rannsókn á viðfangsefni að eigin vali Þá eru verkefnin oft unnin í nánum tengslum við fyrirtæki og stofnanir og veita þannig innsýn í viðfangsefni og áskoranir atvinnulífsins.

Í ár voru átján hópar sem unnu misserisverkefni eða tæplega hundrað nemendur. Jafn margir hópar komu úr hvorri deild. Misserisverkefnin eru einn af hornsteinum náms við skólann en í þeim endurspeglast áherslur og gildi skólans. Verkefnin krefjast mikillar vinnu og þarf hópurinn að vinna vel saman á stuttum tíma. Greinilegt er að mikill metnaður var lagður í vinnuna og voru öll verkefnin vel unnin og áhugaverð.

Sá hópur sem fékk hæstu einkunn fyrir verkefni sitt í félagsvísinda- og lagadeild fjallaði um hverjar valdheimildir Seðlabankans séu við gjaldeyriseftirlit og hvort bankinn hafi farið út fyrir heimildir sínar við framkvæmd eftirlitsins? Þann hóp skipuðu þau Ásta Karen Ágústsdóttir,  Bergþór Bjarnason, Hafdís Jóhannsdóttir, Haukur Daði Guðmarsson og Kristófer Ari Te Maiharoa.

Sá hópur sem fékk hæstu einkunn fyrir verkefni sitt í viðskiptadeild fjallaði um hvaða áhrif Costco hafði á ósamhverfa verðlögun á íslenska bensinmarkaðnum. Þann hóp skipuðu þau Ásmundur Ásmundsson, Benedikt Svavarsson, Bjarni Heiðar Halldórsson, Guðbjörg Anna Bragadóttir, Helga Sigurlína Halldórsdóttir og Viktor Örn Guðmundsson.

Hópurinn úr viðskiptadeild fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi misserisverkefni.  Auk viðurkenningarinnar fá hóparnir plakat um verkefnið sem mun prýða ganga háskólans. 

Fleiri myndir má nálgast hér.  

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta