Fréttir og tilkynningar

Háskóladagurinn 2018
Háskóladagurinn 2018 fer fram laugardaginn 3. mars frá kl. 12 – 16 í Reykjavík í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Háskóladagurinn er árlegur viðburður sem allir háskólar landsins standa að og kynntar eru yfir 500 námsbrautir.
Lesa meira
Nemendur Fjölbrautaskólans við Ármúla heimsækja Bifröst
Fulltrúar nemenda við Háskólann á Bifröst tóku á móti föngulegum hópi útskriftarnema frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla síðastliðinn föstudag. Hópurinn lét hvorki rammíslenskt veðurfar eða þunga færð hafa áhrif á ferðir sínar og litu við á Bifröst.
Lesa meira
Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst 24. febrúar
Laugardaginn 24. febrúar næstkomandi kl. 13.00 verður brautskráning frá Háskólanum á Bifröst. Alls munu 76 nemendur útskrifast úr grunnnámi og meistaranámi ásamt Háskólagátt og símenntun.
Lesa meira
Ráðstefnan um íslenska þjóðfélagið á Bifröst
Háskólinn á Bifröst verður aðsetur tólftu ráðstefnunnar um íslenska þjóðfélagið dagana 10. – 11. maí 2018. Ráðstefnan er sem fyrr vettvangur fyrir fræðimenn í öllum greinum hug- og félagsvísinda til að koma á framfæri rannsóknaverkefnum sínum og bera saman bækur sínar við aðra fræðimenn.
Lesa meira
Nýr framkvæmdastjóri gæðamála
Signý Óskarsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdarstjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst. Er hún ráðin í 30% starfshlutfall og hóf hún störf nú um áramótin.
Lesa meira
Konur sem starfa við Háskólann á Bifröst klæðast svörtu
Konur sem starfa við Háskólann á Bifröst brugðust við hvatningu frá stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu og klæddust svörtu í dag. Stjórn félagsins hvatti allar konur í atvinnulífinu til að klæðast svörtu miðvikudaginn 31. janúar til að sýna samstöðu og stuðning við #metoo byltinguna.
Lesa meira
Vinnuhelgi grunnnema um helgina
Þann 25. – 28. janúar verður vinnuhelgi grunnnema við Háskólann á Bifröst. Vinnuhelgar eru fastur liður í náminu en þá mæta nemendur á Bifröst, sækja tíma, vinna verkefni og oft á tíðum koma gestafyrirlesarar úr atvinnulífinu.
Lesa meira
Skráning stendur yfir í Mátt kvenna
Máttur kvenna er 11 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Hefur námið átt miklum vinsældum að fagna og frá árinu 2004 hafa yfir 1000 konur útskrifast úr náminu. Góð aðsókn var í Mátt kvenna á síðustu önn en 30 konur útskrifuðust þann 14. desember síðastliðinn.
Lesa meira
Aldarafmæli Háskólans á Bifröst
Háskólinn á Bifröst verður 100 ára á þessu ári en hann var upphaflega stofnaður á grunni Samvinnuskólans 3. desember árið 1918 í Reykjavík. Skólinn var fluttur á Bifröst árið 1955 og hefur verið starfræktur þar síðan. Í tilefni aldarafmælisins hefur verið sett saman fjölbreytt og skemmtileg dagskrá sem raðast niður á árið.
Lesa meira