Fréttir og tilkynningar
11. október 2018
Ný vefsíða nemendafélagsins opnuð
Nemendafélag Háskólans á Bifröst (NFHB) hefur opnað nýja og glæsilega vefsíðu þar sem m.a. má kynna sér allt það helsta sem framundan er hjá félaginu auk þess að lesa Bifrestinginn, nýtt fréttabréf NFHB.
Lesa meira
5. október 2018
Rafbókasafn Háskólans á Bifröst fer ört stækkandi
Bókasafn Háskólans á Bifröst er nú að finna inn af fordyri skólans en hópur starfsmanna vann ötullega að flutningi þess nú í byrjun sumars. Á bókasafninu er að finna dágóðan bókakost sem háskólabókaverðir hafa í gegnum tíðina nostrað við að kaupa inn og í vor var einnig opnað rafbókasafn. Núverandi forstöðukona bókasafnsins og skjalastjóri, Þórný Hlynsdóttir, segir að núorðið kaupi hún inn á safnið flest ef ekki allt sem tengist pólitík og lögum eða siðfræði, hvort sem það eru ævisögur eða krimmar!
Lesa meira
3. október 2018
Skapandi svæði og menning í borginni
Á vegum European Sociological Association – Sociology of the arts er annað hvert ár haldin stór, akademísk ráðstefna helguð menningu. Ráðstefnan var haldin á Möltu í þetta sinn og var yfirskrift hennar Creative locations, arts, culture & the city. Þau Sigrún Lilja Einarsdóttir, dósent og forseti félagsvínda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst og Njörður Sigurjónsson, dósent við deildina, sóttu ráðstefnuna sem er ætluð fólki sem stundar rannsóknir á sviði menningarstjórnunar og menningarstefnu.
Lesa meira
28. september 2018
Viðvörun vegna tölvupósts frá óvönduðum aðilum
Tölvudeild Háskólans á Bifröst vill benda á að verið sé að senda út pósta sem virðast vera frá Of...
Lesa meira
28. september 2018
Háskólinn á Bifröst tekur þátt í verkefninu iFEMPOWER
Háskólinn á Bifröst tekur þátt í verkefninu iFEMPOWER: Interactive and mentorship based FEMale emPOWERment in the field of entrepreneurship. Verkefnið er samstarfsverkefni (KA2) styrkt af Erasmus+ menntaáætluninni. Fyrir hönd skólans taka þátt Kári Joensen, Jón Snorri Snorrason og Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir.
Lesa meira
27. september 2018
Jafnréttisdagar 2018
Jafnréttisdagar verða haldnir dagana 1. – 5. október nk. og standa Háskólar landsins að spennandi viðburðum málefninu tengdu.
Lesa meira
24. september 2018
Gestafyrirlesarar á vinnuhelgi í hópi meistaranema í forystu og stjórnun
Þau Þórey Vilhjálmsdóttir og Ketill Berg voru gestafyrirlesarar í hópi meistaranema í forystu og stjórnun nú fyrir helgina. Ketill starfar hjá Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð og er einnig stundakennari í viðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgð við Háskólann í Reykjavík. Þórey er ráðgjafi hjá Capacent og er sérsvið hennar m.a. stefnumótun, stjórnun og samfélagsleg ábyrgð.
Lesa meira
20. september 2018
Samfélagsþátttaka aukin með það að markmiði að styrkja byggð
Hátt í 40 þátttakendur víða að komu saman á Borgarfirði eystri nú í lok ágúst en þar fór fram upplýsingafundur um evrópska samstarfsverkefnið INTERFACE er snýr að aðgerðum í byggðaþróun og stuðningi við brothættar byggðir. Það er Byggðastofnun sem leiðir þetta tveggja ára verkefni í samstarfi við Háskólann á Bifröst auk erlendra þátttakenda frá Búlgaríu, Grikklandi, Írlandi og Ítalíu. Hlaut verkefnið á síðasta ári styrk frá Erasmus+ Styrkjaáætlun Evrópusambandsins.
Lesa meira
17. september 2018
Ný fræðibók Eiríks Bergmanns hjá Palgrave Macmillan dreift á heimsvísu
Dr. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, hefur sent frá sér bókina Conspiracy & Populism – The Politics of Misinformation. Hið virta forlag Palgrave Macmillan gefur bókina út á heimsvísu og er hún nú í dreifingu beggja vegna Atlantsála. Conspiracy & Populism er áttunda fræðibók Eiríks en hann hefur einnig sent frá sér þrjár skáldsögur.
Lesa meira