Nám fyrir starfsþjálfa
Símenntun Háskólans á Bifröst býður upp á sérsniðið nám fyrir verslunarfyrirtæki fyrir þá sem annast starfsþjálfun innan verslana. Byggt er á námskrá sem er afrakstur evrópsks samstarfsverkefnis undir stjórn Rannsóknaseturs verslunarinnar og Símenntunar Háskólans á Bifröst.
Námskrána er hægt að kynna sér hér
Einnig má nálgast kynningarbækling hér
Upplýsingar veitir Magnús Smári Snorrason maggi@bifrost.is
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta