Stafræn fatahönnun í Kastljósinu 21. nóvember 2023

Stafræn fatahönnun í Kastljósinu

Í fyrsta sinn á Íslandi verður við Háskólann á Bifröst boðið upp á nám í stafrænni fatahönnun

Björg Ingadóttir fatahönnuður og stofnandi Spaksmannsspjara stýrir nýju námslínunni, sem hentar þeim sem eru menntaðir fatahönnuðir eða hafa áhuga á fatahönnun.

Björg hefur á undanförnum árum verið að kynna sér erlendis nýjungar í fatahönnun og er óhætt að segja að stafrænni fatahönnun fylgi ný sýn og ný tækifæri í faginu, eins og fram kemur í áhugaverðu viðtali sem Guðrún Sóley Gestsdóttir tók við hana í Kastljósi RÚV.

Á það ekki hvað síst við í umhverfis- og loftslagsmálum, en í þeim efnum boðar stafræn fatahönnun byltingakenndar aðferðir með því m.a. að draga úr sóun í textilnotkun.

Stafræn fatahönnun verður kennd í fjarnámi við Háskólann á Bifröst og er ætluð bæði menntuðum fatahönnuðum og áhugafólki um fatahönnun. Námið gæti einnig höfðað til klæðskera sem eru í námi og vilja tileinka sér nýjustu aðferðir. Eins til þeirra sem hafa lokið námi í framhaldsskóla úr fatahönnun, tölvuleikjagerð, iðnnámi eða listnámi og huga að frekara hönnunarnámi.

Umsóknarfrestur er til 11. desember.

Nánar um námslínuna og skráning

Sjá umfjöllun í Kastljósi RÚV (hefst á 18:48 mín.)

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta