Helga Rós Einarsdóttir | Unnur Símonardóttir |
Náms- og starfsráðgjöf
Náms- og starfsráðgjafi starfar í þágu nemenda og gætir hagsmuna þeirra, þjónustan er einstaklingsbundin og fer fram í trúnaði. Markmið ráðgjafarinnar er að stuðla að vellíðan nemenda, efla færni og sjálfsþekkingu þeirra til að ná sem bestum árangri í námi og aðstoða þá að finna áhuga sínum og hæfileikum farveg.
Náms- og starfsráðgjafi veitir nemendum ráðgjöf og stuðning í skipulögðum vinnubrögðum í námi, náms- og starfsvali, líðan og heilsu og sérúrræðum í námi.
Viðtöl og ráðgjöf fara fram á skrifstofu skólans í Borgartúni 18, með fjarfundi eða símleiðis alla virka daga kl. 09:00-15:00.
Viðtöl eru bókuð hér á bókunarvef náms- og starfsráðgjafar
Hagnýt ráð fyrir fjarnám
- Markmið, settu þér skýr markmið með náminu.
- Yfirsýn, skoðaðu kennsluáætlun vel og vertu með skilafresti á hreinu. varðandi verkefni, hópavinnu og próf. Fylgstu með dagatali skólans upp á hvenær þarf að skrá sig í námskeið, úrsagnareindaga og fleira.
- Vinnurými, finndu þér góðan stað til að getað lært og einbeitt þér.
- Tími, taktu frá tíma til að sinna náminu og nýttu tíman vel með góðu skipulagi.
- Námstækni, temjum okkur góð vinnubrögð, skipulag á glósum, upprifjun og glósutækni
- Samfélag, vertur hluti af háskólasamfélaginu með því að taka þátt í Staðlotum, umræðum og hópatímum.
- Njóttu, nám á að vera skemmtilegt, ekki tapa gleðinni í öllu stressinu. Hugum vel að heilsunni með góðri næringu, svefni og hreyfingu.
- Ábyrgð, taktu ábyrgð á náminu með því að fylgjast vel með Canvas, Uglunni tölvupóstinum og dagatali skólans. Ef þig vantar aðstoð eða ert með spurningar hafðu samband - við erum hér fyrir þig!