Rannsóknasetur í byggða- og sveitarstjórnarmálum

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, undirrituðu 10.  janúar 2023 samning um stofnun rannsóknaseturs í byggða- og sveitarstjórnarmálum. Með samningnum styður ráðuneytið við uppbyggingu og rekstur setursins, sem starfrækt verður af Háskólanum á Bifröst.  

Markmið samningsins er að efla jákvæða byggðaþróun og styrkja sveitarstjórnarstigið á Íslandi með markvissum rannsóknum sem stuðla að hlutlægri og faglegri umræðu og leiða til betri stefnumótunar og ákvarðanatöku. Jafnframt að efla nám og fræðslu um byggða- og sveitarstjórnarmál.

Ráðgjafarnefnd setursins er skipuð fimm fulltrúum HB, Byggðarstofnunar, SSV, Sambands íslenskra sveitarfélaga og innviðaráðuneytisins. Nánari upplýsingar um starfsemi rannsóknasetursins veitir dr. Vífill Karlsson.