Samvinna um betri heim 22. ágúst 2025

Samvinna um betri heim

Háskólinn á Bifröst blæs til sóknar á grunni samvinnuhugsjónarinnar á ráðstefnunni „Samvinna um betri heim“, sem haldin verður í Björtuloftum í Hörpu föstudaginn 22. ágúst 2025. Ráðstefnan er hluti af því að Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst árið 2025 sem ár samvinnufélaga.
Háskólinn á Bifröst stendur á gamalli samvinnuhefð, en skólinn var stofnaður sem samvinnuskóli árið 1918. Á ráðstefnunni verður rýnt í hvernig samvinnufélög og félagsdrifin fyrirtæki geta verið leið og tækifæri fyrir ungt fólk til að skapa virði fyrir sig og samfélagið.
Á ráðstefnunni verður meðal annars fjallað tækifæri og framlag samvinnufélaga og félagsdrifinna fyrirtækja fela í skapandi greinum, húsnæðisuppbyggingu og atvinnutækifæri fyrir ungt fólk.