15. maí 2025

Ísland og norðurslóðir í nýjum heimi - Ráðstefna

Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri 

Fimmtudaginn 15. maí 2025 stendur Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst fyrir ráðstefnu um málefnið í Norræna húsinu í Reykjavík frá kl. 9:30 til 16:00. 

-Skráning fer fram hér- 

Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér

Aukinn áhugi Bandaríkjanna á landsvæðum Norðurslóða eins og Kanada og Grænlandi, hefur breytt heimsmyndinni umtalsvert á skömmum tíma, ekki síst hér á Norðurslóðum. Sú breytta sýn á stöðu svæðisins í alþjóðasamfélaginu krefst endurmats á stefnumótun Norðurslóðasamfélaga í öryggis- og varnarmálum. Kemur þar margt til álita sem lýtur að lífsháttum, almannaheill, umhverfisþáttum og fleiru. 

  • Hvernig bregðast Norðurslóðaríkin við í þessum aðstæðum?  
  • Hver er staða okkar í þessari breyttu heimsmynd?  
  • Hvaða skref er farsælast fyrir okkur að stíga?  
  • Hvernig getur vísinda- og háskólasamfélagið á Norðurslóðum komið að gagni?   

Meðal annars verður rætt um netógnir og umhverfishættur, öryggisskipulagningu og ákvarðanatöku, viðbúnað og hugsanlega aukna hernaðarviðveru. Fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum, en á meðal þeirra eru:

  • Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. 
  • Auðunn Kristinsson, framkvæmdastjóri stefnumörkunar, áætlana og þróunar aðgerða hjá Landhelgisgæslunni.  
  • Dr. Bjarni Már Magnússon, prófessor og deildarforseti lagadeildar við Háskólann á Bifröst. 
  • Dr. Eiríkur Bergmann, prófessor og stjórnmálafræðingur við Háskólann á Bifröst.  
  • Dr. Gregory Falco, dósent við Cornell University og stundakennari við Háskólann á Bifröst.  
  • Dr. Magnús Árni Skjöld, dósent og stjórnmálafræðingur við Háskólann á Bifröst.  
  • Nathan Stackhouse, MA Norðurslóðasérfræðingur og yfirmaður öryggismála hjá Bandaríska flughernum.  
  • Dr. Rachael Lorna Johnstone, prófessor við Lagadeild HA og þátttakandi í Fulbright Arctic Initiative. 

    Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, stýrir pallborði I - Hlutverk og möguleikar vísindasamfélags og þekkingarsköpunar í harðnandi heimsmynd. 

    Bogi Ágústsson, fyrrverandi fréttastjóri, stýrir pallborði II - Pólitískt umhverfi, öryggis- og varnarmál Norðurslóða. 

    Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og deildarforseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst er ráðstefnustjóri.  

    Þátttökugjald er 5.000 kr. Athugið að takmarkaður sætafjöldi er í boði. Viðburðurinn fer að mestu fram á íslensku og verður honum jafnframt streymt í beinni útsendingu. Boðið verður upp á hádegissnarl, drykki og léttar veitingar í lok ráðstefnudags. Við hvetjum allt áhugafólk um málefnið til þátttöku.

    Hvers vegna að velja Bifröst?

    1. Í fararbroddi í fjarnámi
    2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
    3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
    4. Sterk tengsl við atvinnulífið
    5. Persónuleg þjónusta