8. desember 2022

Varði doktorsritgerð í stjórnmálasálfræði

Dr. Bjarki Þór Grönfeldt varði í gær doktorsritgerð sína í stjórnmálasálfræði við University of Kent í Bretlandi. Bjarki hóf störf við Háskólann á Bifröst í ágúst sl. þar sem hann hefur m.a. unnið að rannsóknaverkefnum á vegum Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi. 

Bjarki lauk meistaragráðu við háskólann í Kent árið 2018 og bakkalárgráðu í sálfræði við Háskólann í Reykjavík tveimur árum áður.

Doktorsverkefni Bjarka fjallar um sameiginlegan narsissisma (e. collective narcissism) og hvernig slíkur narcissismi tengdist viðhorfum um COVID-19 faraldurinn í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Eru Bjarka færðar innilegar hamingjuóskir með þennan frábæra árangur.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta