17. nóvember 2016

Upplifun kvenna í forystu í fjármálageiranum á Íslandi skoðuð í meistararitgerð

„Hvernig upp­lifa kon­ur í for­ystu í fjár­mála­geir­an­um á Íslandi hlut­verk sitt og stöðu sem kven­leiðtog­ar þar sem karl­menn eru í meiri­hluta.„ Þannig hljóðar rannsóknarspurning Dagnýjar Jónsdóttur, sem útskrifaðist með MS gráðu í Forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst nú í vor.

Meistaraverkefni Dagnýjar hefur varkið athygli og flutti hún m.a nýverið erindi því tengdu á Þjóðarspegli Háskóla Íslands. 

„Eins og hjá mörgum meistaranemum í sömu sporum þá var hugmyndin í fyrstu stærri um sig en eftir mikla heimildavinnu þrengdi ég hugmyndina niður í sérhæfðara viðfangsefni. Ég hafði alltaf haft áhuga á að rannsaka efni tengt leiðtogafræðunum og ýmislegt varð til þess að konur í forystu í fjármálageiranum á Íslandi urðu fyrir valinu," segir Dagný um tilurð verkefnins og bætir við að á Íslandi vanti frekari rannsóknir tengdar leiðtogum og þá sérstaklega tengdum konum í forystu. Þannig hafi rannsókn á konum í forystu í fjármálageiranum verið nýmæli. 

Í krefjandi vinnu samhliða námi

„Ég sá auglýsingu um nýtt nám í boði hjá Háskólanum á Bifröst og það small bara saman við flestar mínar hugmyndir um það sem ég myndi vilja læra frekar í meistaranámi. Fjarnámið og lotukerfið hentaði mér líka afar vel þar sem ég á fjölskyldu og var í krefjandi vinnu samhliða náminu. Eftir langt og gott samtal við deildarforsetann, Sigurð Ragnarsson, varð ég endanlega sannfærð um að námið og skólinn hentaði mínu áhugasviði og metnaði," segir Dagný aðspurð um hvers vegna hún hafi valið nám við Háskólann á Bifröst.

Dagný segir námið nýtist sér afar vel í starfi sínu sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samgöngustofu. Hún hafi t.a.m. notað stefnumótun og hugmyndafræði þjónandi forystu til að móta nýja þjónustudeild stofnunarinnar. Þá hafi námskeið í samningatækni veitt sér aðra sýn í starfi sínu fyrir samninganefnd ríkisins.

Lesa má nánar um verkefni Dagnýjar í viðtali við Morgunblaðið hér 

Umsóknarfrestur fyrir vorönn 2017 er til 10. desember og er að finna umsóknarvef hér 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta