9. janúar 2024

Samþykkt að hefja viðræður

Stjórn Háskólans á Bifröst samþykkti á fundi sínum í gær að ganga til sameiningarviðræðna við Háskólann á Akureyri. Þá samþykkti háskólaráð Háskólans á Akkureyri einnig að hefja viðræður á fundi þess í gær.

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor HB, sendi tilkynningu til starfsfólks háskólans þessa efnis fyrir hádegi nú í dag. Þar segir enn fremur að stjórn háskólans geri að skilyrði að stofnaður verði rannsóknasjóður nýs háskóla sem geri hann samkeppnishæfan.

Jafnframt er afstaða stjórnarinnar sú, að jafnræði verði að vera með háskólunum í sameiningarferlinu og að sögu beggja háskóla verði gert hátt undir höfði.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, greindi nú í morgun ríkisstjórninni frá þessari jákvæðu niðurstöðu háskólastjórnar HB og háskólaráðs HA, að ríkisstjórnarfundi loknum.

Ákvarðanir háskólanna um frekari viðræður er teknar með hliðsjón af niðurstöðu skýrslu stýrihóps sem fenginn var til að meta fýsileika sameiningar.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta