Rannsóknir sýna að frjáls sala áfengis leiðir til aukinnar áfengisneyslu 25. nóvember 2014

Rannsóknir sýna að frjáls sala áfengis leiðir til aukinnar áfengisneyslu

Hópur nemenda við Háskólann á Bifröst skoðaði í misserisverkefni hugsanleg samfélagsleg áhrif verði frumvarp um frjálsa sölu áfengis samþykkt á Alþingi. Samantektin leiddi í ljós að einkavæðingu áfengissölu fylgir mikil aukning á verslunum sem sjá um sölu áfengis. Aðgengi að áfengi verður meira eftir því sem sölustaðir verða fleiri og samkeppni færist á markað. Í langflestum tilfellum leiðir það til aukinnar áfengisneyslu á höfðatölu. Yfirleitt er bann á áfengisauglýsingum afnumið þegar salan er einkavædd. Flestar rannsóknir benda til þess að bein tengsl séu á milli aukinnar áfengisneyslu og lýðheilsuvanda og félagslegs vanda.

Markmið verkefnisins var að kanna hugsanleg samfélagsleg áhrif verði frumvarp um frjálsa sölu áfengis samþykkt á Alþingi. Höfundar leituðust við að rannsaka þau áhrif á hlutlausan hátt og fengu aðstoð sérfróðra manna er vel þekkja til þeirra málefna sem frumvarpið snertir.

Ennfremur er Ísland aðildarríki að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Áfengislagafrumvarpið er í mótsögn við þá áætlun sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur í áfengis- og vímuvörnum, en stofnunin leggur til að draga úr lýðheilsu- og félagslegum vanda með takmörkun á aðgengi og þannig draga úr skaðlegum áhrifum áfengis. Með því að samþykkja frumvarpið væri verið að ganga gegn þessari stefnu sem sett hefur verið af stjórnvöldum.

Verkefnið hlaut verðlaun sem besta misserisverkefnið.

Greinargerð í heild

Hópinn skipuðu Sigurbjörg R. Hjálmarsdóttir, Óskar Vídalín Kristjánsson, Lilja Pétursdóttir, Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Hildur Rafnsdóttir og Þórhildur Þórarinsdóttir.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta