Sigurvegarar á Missó í fyrra fagna frábærum árangri.

Sigurvegarar á Missó í fyrra fagna frábærum árangri.

20. maí 2024

Meiriháttar Missó

Misserisvarnir eða Missó eru á meðal þess sem veitir Háskólanum á Bifröst algjöra sérstöðu í samanburði við aðra háskóla, en þessi skemmtilegi siður að nemendur, kennarar og starfsfólk hittist á vorin og rýni til gagns málefni líðandi stundar hefur fylgt Háskólanum á Bifröst frá ómunatíð.

Misserisvarnir felast í því að nemendur koma sér saman um rannsóknarverkefni. Úrvinnsla hvers verkefnis þarf að uppfylla skilyrði um fræðileg vinnubrögð og niðurstöðuna þurfa hóparnir svo að verja fyrir sérstökum dómnefndum. Hvert verkefni fær síðan einkunn í takt við frammistöðu hvers og eins hóps og er þá bæði litið til fræðilegra vinnubragða og hvernig hópurinn stendur sig í sjálfri vörninni. Eins og gefur að skilja ríkir því bæði spenna og eftirvænting við hverja vörn.

Þessar líflegu misserisvarnir eru öllum opnar og eru áhugasamir hvattir til að mæta á Missó 2024, sem fer fram í Menntaskóla Borgarfjarðar, dagana 22. og 23. maí.

Á meðal áhugaverðra málefna sem krufin verða til mergjar má nefna vörn sem nefnist Byltingarkenndur sparisjóður og fjallar um ástæður þess að Indó sparisjóður hafi átt jafn góðu gengi að fagna og raun ber vitni.

Einnig má nefna varnir sem fjalla um leikhús sem hreyfiafl í samfélagsumræðu, hvað réttlæti undanþágu frá samkeppnislögum í nýsamþykktum búvörulögum, um orkuskipti bílaleiguflotans, notkun opinberra stofnana á samfélagsmiðlum og val seljenda á fasteignasala.

Sjá dagskrá Misserisvarna 2024

Sjá frétt um sigurvegara Missó í fyrra

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta