Dr. Ásta Bjarnadóttir, dr. Katrín Ólafsdóttir og dr. Arney Einarsdóttir.

Dr. Ásta Bjarnadóttir, dr. Katrín Ólafsdóttir og dr. Arney Einarsdóttir.

31. maí 2022

Mannauðsmál á óróatímum

Lykilniðurstöður nýútkominnar CRANET skýrslu verða kynntar á morgunfundi í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík, næstkomandi fimmtudag þann 2. júní kl. 08:30. 

Á fundinum verður fjallað um stöðu mannauðsstjórnunar, ráðningar, þjálfun og þróun, samskipti og launamál og þroskastig mannauðsstjórnunar en að þessu sinni einnig komið inn á þætti er varða styttingu vinnuvikunnar, fjarvinnu og áhrif COVID. 

Höfundar skýrslunnar og fyrirlesarar eru Arney Einarsdóttir, PhD, dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Ásta Bjarnadóttir, PhD, skrifstofustjóri á mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkurborgar og Katrín Ólafsdóttir, PhD, dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

Fundarstjóri er Brynjar Már Brynjólfsson, mannauðsstjóri hjá Isavia. Fundurinn er öllum opinn en þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá á www.bifrost.is/CRANET.

Fundurinn hefst kl. 08:30 en heitt er á könnunni frá kl. 08:00. Fyrirlestrar fundarins verða jafnframt sendir út í beinu streymi á FB-síðu Háskólans á Bifröst.

Skýrslan verður til sölu á fundinum. Jafnframt má kaupa eintak af henni á www.bifrost.is/CRANET.