11. maí 2022

Mannauðsmál á óróatímum

Helstu niðurstöður nýrrar CRANET skýrslu verða kynntar á morgunfundi í Tjarnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 2. júní kl. 8:30 – 10:00. Heitt kaffi verður á könnunni frá kl. 8:00. 

Yfirskrift kynningarinnar er Mannauðsmál á óróatímum. Fjallað verður um stöðu mannauðsstjórnunar, ráðningar, þjálfun og þróun, samskipti og launamál og þroskastig mannauðsstjórnunar en að þessu sinni einnig komið inn á þætti er varða styttingu vinnuvikunnar, fjarvinnu og áhrif COVID. 

Morgunfundurinn er haldinn í tilefni af því, að þennan sama dag, fimmtudaginn 2. júní, verður ný CRANET skýrsla gefin út með niðurstöðum úr íslensku CRANET rannsókninni. Að vanda greinir skýrslan frá stöðu mála og þróun mannauðs­stjórn­un­ar á Íslandi frá 2006 til 2021 og birtur samanburður milli geira og eftir stærð. Einnig eru lykilniðurstöður bornar saman við niðurstöður í Danmörku, Finnlandi, Kanada og Slóveníu. 

Niðurstöður nýtast mannauðsstjórum og öðrum stjórnendum ma. fyrir:

  • Samanburð (benchmarking) á ýmsum lykilþáttum mannauðsstjórnunar við aðrar skipulagsheildir á Íslandi.
  • Þróun vinnustaðarins á ýmsum sviðum mannauðsmála.
  • Stefnumörkun og markmiðssetningu á sviði mannauðsmála og stjórnunar. 

Höfundar skýrslunnar og fyrirlesarar eru:

Arney Einarsdóttir, PhD, dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Ásta Bjarnadóttir, PhD, skrifstofustjóri á mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkurborgar og Katrín Ólafsdóttir, PhD, dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Fundarstjóri er Brynjar Már Brynjólfsson, mannauðsstjóri hjá Isavia. 

Öll eru velkomin á morgunverðarfundinn en þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á bifrost.is/cranet

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta