Mannauðsmál á óróatímum

Kynning á niðurstöðum nýrrar CRANET skýrslu
Morgunverðarfundur, 2. júní, kl. 08:30 - 10:00

Tjarnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavík

Á morgunverðarfundinum verða kynntar lykilniðurstöður nýútkominnar CRANET skýrslu. Fjallað verður um stöðu mannauðsstjórnunar, ráðningar, þjálfun og þróun, samskipti og launamál og þroskastig mannauðsstjórnunar en að þessu sinni einnig komið inn á þætti er varða styttingu vinnuvikunnar, fjarvinnu og áhrif COVID. 

Niðurstöður CRANET skýrslunnar nýtast mannauðsstjórum og öðrum stjórnendum ma. fyrir:

Samanburð (benchmarking) á ýmsum lykilþáttum mannauðsstjórnunar við aðrar skipulagsheildir á Íslandi, þróun vinnustaðarins á ýmsum sviðum mannauðsmála og stefnumörkun og markmiðssetningu á sviði mannauðsmála og stjórnunar. Tekið er við pöntunum á skýrslunni á cranet@bifrost.is og kostar eintakið kr. 40.000.

Höfundar skýrslunnar og fyrirlesarar eru:

  • Arney Einarsdóttir, PhD, dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst.
  • Ásta Bjarnadóttir, PhD, skrifstofustjóri á mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkurborgar.
  • Katrín Ólafsdóttir, PhD, dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

Fundarstjóri er Brynjar Már Brynjólfsson, mannauðsstjóri hjá Isavia. Fundurinn er öllum opinn en þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér að neðan. Fundurinn hefst kl. 08:30 en heitt er á könnunni frá kl. 08:00.


SKRÁNING Á MANNAUÐSMÁL Á ÓRÓATÍMUM 

Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.