1. mars 2024

Innblástur og framfarir

Rannsóknasetur skapandi greina var stofnað síðastliðið sumar og efnir nú til síns fyrsta málþings. Á málþinginu verður fjallað um fyrirliggjandi rannsóknir á menningu og skapandi greinum og þörf á frekari rannsóknum og greiningum.
Rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina skortir tilfinnanlega í dag en þær eru forsenda fyrir uppbyggingu atvinnuvegarins og skilningi stjórnvalda og hagsmunaaðila á einkennum, tækifærum og áskorunum.

Markmið Rannsóknaseturs skapandi greina er meðal annars að efla og bæta rannsóknir og vera leiðandi í mótun nýrra rannsóknaverkefna, í samvinnu háskóla innanlands sem utan. Með málþinginu gefst tækifæri til að vekja athygli á þeim rannsakendum sem láta sig svið menningar og skapandi greina varða og efla samtal þeirra á milli.
 

Málþingið verður opnað af forsætisráðherra og lokað af menningar- og viðskiptaráðherra. Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir fjárfestir og Bragi Valdimar Skúlason markaðs- og tónlistarmaður flytja tendrun og rannsakendur og sérfræðingar flytja erindi um rannsóknir á sviði menningar og skapandi greina.

Þau sem kynna rannsóknir sínar eru: Kristín Valsdóttir Listaháskóla Íslands, Kjartan Sigurðsson Háskólanum á Akureyri, Katrín Anna Lund, Háskóla Íslands, Sigrún Lilja Einarsdóttir Háskólanum á Bifröst, Áskell Heiðar Ásgeirsson Háskólanum á Hólum, Þórey Þórisdóttir Háskóla Íslands, Rán Tryggvadóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson sérfræðingar. Þá flytur Erla Rún Guðmundsdóttir, sem veitir RSG forstöðu, erindi um lykiltölur menningar og skapandi greina og starfsemi rannsóknasetursins. Anna Hildur Hildibrandsdóttir formaður stjórnar Rannsóknaseturs skapandi greina verður málþingsstjóri.
 

Málþingið fer fram mánudaginn  4. Mars í Mengi, Óðinsgötu 2, kl. 13:00-16:00. Einnig verður unnt að fylgjast með þinginu í beinu streymi. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig og jafnframt að tilgreina hvort þeir ætli að mæta á staðinn eða á streymi. Skráning fer fram á bifrost.is/malthingrsg og þar er einnig að finna dagskrá málþingsins og hlekk fyrir streymi.  

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta