Rannsóknasetur skapandi greina býður til málþings um rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina. Rannsakendur flytja áhugaverð erindi um rannsóknir á þessu sviði. Einnig verður starfsemi Rannsóknaseturs skapandi greina kynnt og tendrararnir Bragi Valdimar Skúlason og Sigurlína Ingvarsdóttir segja frá eigin reynslu af atvinnulífi menningar og skapandi greina. 

Þá flytur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, opnunarávarp og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra lokar málþinginu.

Málþingið fer fram þann 4. mars nk. í Mengi, Óðinsgötu 2, kl. 13:00-16:00. Einnig verður unnt að fylgjast með framsögum í beinu streymi. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig og jafnframt að tilgreina hvort þeir ætli að mæta á staðinn eða á streymi. Nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu erlarun@bifrost.is

Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.