24. október 2022

Heiðursgestur hátíðarkvöldverðarins

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, fjárfestir, góðgerðasjóðseigandi og baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks, verður heiðursgestur á hátíðarkvöldverði meistaranema og háskólagáttar, sem fram fer í Kringlunni, Háskólanum á Bifröst, laugardaginn 5. nóvember nk.

Haraldur eða Halli, eins og hann er oftast nefndur, vakti þjóðarathygli þegar hann flutti fyrir nokkrum árum umtalsverðan söluhagnað heim frá útlöndum undir þeim formerkjum að hann vildi fá að skila tilskildum sköttum af hagnaðnum til ríkissjóðs, sameiginlegs sjóðs allra landsmanna.

Þá vakti hann ekki síður athygli sem hugmyndasmiður og helsti styrktaraðili umfangsmikils verkefnis sem hefur að markmiði að bæta aðgengi fatlaðra, en Halli hefur verið í hjólastól frá 24 ára aldri sökum hrörnunarsjúkdóms. Verkefnið fór afar vel af stað á fyrr á þessu ári undir yfirskriftinni Römpum upp Reykjavík og miðar nú að því að rampa upp Ísland.

Nýjasta framtak Halla er tónlistarsmíði, sem hann hefur lagt stund á samhliða störfum sínum hjá alþjóðlega samskiptamiðlinum Twitter. 

Halli er með BA gráðu í heimspeki og BS gráðu í viðskiptafræði og stundaði meistaranám í hagfræði. 

Tryggðu þér miða á þetta magnaða hátíðarkvöld hér

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta