Hátíðarkvöld / Gala Evening

Hátíðarkvöldverður meistaranema og háskólagáttar
verður 24. mars. Tryggðu þér miða á frábæra skemmtun.

Hátíðarkvöld / Gala Evening

Hátíðarkvöldverður meistaranema og háskólagáttar  er í Kringlunni á Bifröst þann 24. mars nk. og hefst kl. 19:00 á fordrykk. Í boði er glæsilegur þrírétta kvöldverður og að sjálfsögðu er grænn matseðill einnig í boði fyrir grænkera. Vinsamlegast athugið að grænkerar þurfa að smella á græna reitinn þegar greitt er fyrir miðann.  Veislustjóri er Njörður Sigurjónsson, prófessor. Miðaverð er kr. 7.900  /  The Gala Evening takes place in Kringlan, an original dining area in Bifröst. The evening opens at 7 pm and are both Gate Way students and post graduates welcome to join. A delicious three course meal will be offered at ISK 7.900 pr. person. Please note that if you prefer the veggie menue you need to click on "Grænkera miði" (Veggie menu). 

Heiðursgestur / Guest of Honor

Leikritaskáldið Tyrfingur Tyrfingsson var alinn upp í Borgarnesi. Hann er þekktur fyrir m.a. leikritin Sjö ævintýri um skömm og Kartöfluæturnar, auk þess sem hann samdi handritið að kvikmyndinni Villibráð. Verk hans hafa verið sýnd í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu og sett upp á mörgum af helstu leikhúshátíðum í Evrópu. Tyrfingur brautskráðist frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og stundaði í kjölfarið framhaldsnám við Goldsmiths, University of London. Á lokaári sínu við Listaháskólann var hann skiptinemi við Janácek Academy of Music and Performing Arts í Tékklandi. Hann býr í Amsterdam.  / Guest of honor is Tyrfingur Tyrfingsson, an award winning Icelandic playwright.