Gloppótt lögregluvald? 14. október 2022

Gloppótt lögregluvald?

Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild, fjallar í athyglisverðri fjölmiðlagreina á Vísi um bagalegar gloppur í lögum sem kveða á um valdheimildir í löggæslu hér á landi.

Hvetur Bjarni til þess að bætt verði úr þessum alvarlegu annmörkum sem fyrst. Varla sé tækt að lykilákvæði í íslenskum lögum um lögregluvald séu ekki skýrari en raun ber vitni.

Vandinn felst að sögn Bjarna aðallega í óskýrri eða ónákvæmri hugtakanotkun. Kveðið sé m.a. á um valdheimildir lögreglu hvar sem er á landinu, en hvað felist nákvæmlega í hugtakinu land sé fremur óljóst.

Þá standast lög um Landhelgisgæsluna ekki heldur nánari skoðun, þar sem vart verður annað ályktað samkvæmt orðanna hljóðan en að lögregluvald hennar nái hvorki til innsævis, s.s. Faxaflóa, Ísafjarðardjúps eða Eyjafjarðar svo að dæmi séu tekin, né 12 sjómílna landhelginnar.

Samkvæmt ofangreindu má því að mati Bjarni draga í efa að lögregla og Landhelgisgæslan fari í reynd með lögregluvald á innsævi eða landhelgi Íslands eða að lögregla geti beitt lögregluvaldi um borð í íslenskum flugvélum yfir sjó, samkvæmt gildandi lögum. Það hljóti að teljast heldur einkennileg staða, sem haft getur ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Sjá grein Bjarna í heild sinni

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta