Svipmynd af einni af staðlotum síðasta árs.
23. mars 2023Frábær staðlota framundan
Svo til allar stofur á Bifröst eru þéttbókaðar ýmist vegna staðlotu meistaranema 24. til 26. mars eða staðlotu háskólagáttar, sem stendur yfir 25. og 26. nk.
Af áhugaverðum fyrirlestrum má nefna kenningar í leiðtogafræðum á vegum Haraldar Daða Ragnarssonar, lektors við viðskiptadeild og samþætt markaðssamskipti hjá Ragnari Má Vilhjálmssyni, aðjúnkt.
Þá verður Sigrún Lilja Einarsdóttir með fyrirlestur í menningarfræði samtímans og að sjálfsögðu eru klassískir kúrsar einnig á sínum stað eins og aðferðafræði með Láru Wilhelmine Hoffman.
Minna má svo á að heiðursgestur í hátíðarkvöldverðinum er enginn annar en Tyrfingur Tyrfingsson, eitt umtalaðasta og þekktasta leikritaskáld okkar Íslendinga í dag. Veislustjóri er Njörður Sigurjónsson, prófessor í menningarstjórnun og geta veislugestir farið að hlakka til þessarar einstöku kvöldstundar í góðra vina hópi.
Ef þú hefur enn ekki tryggt þér miða á hátíðarkvöldverðinn smelltu hér
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta