Bifröst býður háskólagátt á ensku 19. nóvember 2020

Bifröst býður háskólagátt á ensku

Á komandi vormisseri verður í fyrsta sinn boðið upp á nám í háskólagátt á ensku á Bifröst. Nemendum gefst kostur á að stunda námið annað hvort í fjarnámi eða staðnámi en á Bifröst er hægt að leigja gott húsnæði á hagstæðum kjörum.

Stór hluti þess fólks sem hefur misst vinnuna undanfarna mánuði er með annað móðurmál en íslensku og telur sér ekki fært að stunda nám á íslensku. Til þess að koma til móts við þarfir þessa hóps var ákveðið að spegla námið í háskólagáttinni yfir á ensku og ná þannig til fólks með ýmis móðurmál og betri tungumálagrunn í ensku en íslensku.

Námið í háskólagátt á ensku er sambærilegt náminu á íslensku að öðru leyti en því að kennt er á ensku. Þá taka nemendur áfanga í íslensku sem öðru máli í stað hefðbundinna íslenskuáfanga og í stað dönskuáfanga geta nemendur valið um að bæta við sig áfanga í ensku- og/eða áfanga í íslensku sem öðru máli.

Nemendur geta lokið náminu á rúmlega sex mánuðum eða á tveimur önnum en námið er sniðið að atvinnuátakinu Nám er tækifæri þannig að nemendur eiga þess kost að stunda þetta nám meðan þeir fá greitt úr atvinnuleysisitryggingasjóði.

Umsóknarfrestur er til 10. desember. Kennsla hefst í byrjun janúar og henni lýkur í byrjun ágúst.

Kynning á náminu á íslensku.

Kynning á náminu á ensku.

Kynning á náminu á pólsku.

Kynning á náminu á spænsku.

Upplýsingar um húsnæði á Bifröst á ensku.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta