Bifrestingur hótelstjóri Black Sand Hotel
Black Sand Hotel, sem opnar í vetur, hefur ráðið Bifrestinginn Óskar Vignisson sem hótelstjóra. Hann mun leiða daglegan rekstur hótelsins og taka þátt í uppbyggingu þess á einstökum stað við íslensku strandlínuna.
Óskar býr yfir meira en tíu ára reynslu í hótelstjórnun og hefur starfað meðal annars hjá Exeter Hotel, Reykjavik Edition, Reykjavík Konsúlat Hotel, Hótel Holti, Icelandair Hotels og Le Méridien Barcelona. Hann er með BS-gráðu í hótelstjórnun frá César Ritz Colleges Switzerland og meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst.
Við óskum Óskari til hamingju með velgengnina.
Meistaranámi í forystu og stjórnun er ætlað að búa nemendur undir forystu- og stjórnunarstörf af fjölbreyttum toga. Að því loknu eiga nemendur að hafa tileinkað sér bæði hagnýta og fræðilega þekkingu á viðfangsefninu. Námið styður við það meginmarkmið Háskólans á Bifröst að undirbúa fólk fyrir forystustörf í atvinnulífi og samfélagi, með sjónarmið sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar að leiðarljósi.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta