Einstaklingsherbergi

Ásgarður, Miðgarður og Útgarður

Íbúðirnar eru hugsaðar fyrir einstaklinga, pör eða einstæða foreldra. Þrjú 2ja hæða hús með tveimur íbúðum á hvorri hæð. Hverri íbúð tilheyra 3 – 5 herbergi, hvert með sér baðherbergi en sameiginlegri stofu, eldhúsi og geymslu. Tengi er fyrir þvottavél í geymslu. Herbergin eru alls 40 talsins og eru ýmist eins eða tveggja manna. Aðgengi að íbúðum á annarri hæð er um stiga utan á húsinu og svalagang. Öll nauðsynleg húsgögn fylgja og einnig húsbúnaður. Þvottaaðstaða er í sameiginlegu þvottahúsi í húsnæði skólans.

 

Bollakot og Vallarkot

Hugsað fyrir einstaklinga og einstæða foreldra. Átta íbúðir á tveimur hæðum með 6 einstaklingaherbergjum hver. Hvert herbergi er með sér snyrtingu. Á neðri hæð er eldhús og stofa í sameiginlegu rými, geymsla og þvottahús og tvö einstaklingsherbergi. Á efri hæð eru 4 einstaklingsherbergi. Íbúðunum fylgja öll nauðsynleg húsgögn og eldhúsáhöld. Þvottavél og þurrkari er í sumum íbúðunum en einnig er sameiginlegt þvottahús í húsnæði skólans.

 

 

Ekki er heimilt að halda gæludýr í einstaklingshúsnæði. Reykingar eru ekki leyfðar í sambýlum.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta