Íbúakönnun í Norðvesturkjördæmi

Meginverkefni tilraunaverkefnisins árið 2013 var að kanna þörf meðal einstaklinga og fyrirtækja á vinnumarkaði í Norðvesturkjördæmi.

Liður í því var að gera könnun á menntunarþörf á meðal einstaklinga og fyrirtækja.

Símakönnun var gerð meðal íbúa á aldrinum 23-67 í Norðvesturkjördæmi í september og október 2013. Úrtakið var byggði á þjóðskrá og alls bárust 411 svör og var svarhlutfall því 28%.

  • 66% svarenda hafa áhuga á að stunda nám á næstu þremur árum.
  • 48% hafa sótt nám eða námskeið á síðustu 12 mánuðum, meirihlutinn á sviði símenntunar.
  • Rúmlega helmingur svarenda fékk styrk til að sækja námið, ýmist frá vinnuveitanda eða stéttarfélagi.
  • 61% segja að vinnuveitandi sé tilbúinn að koma til móts við sig ef þau ákveða að hefja nám.
  • 45% segja að vinnuveitandi hvetji þau til náms.
  • 21% svarenda segja að skipulagt náms sé í boði á þeirra vinnustað.
  • Algengast er að svarendur vilji auka færni sína á sviði tölvunotkunar og upplýsingatækni, þá samskipta og samvinnu, ensku, áætlanagerðar og þjónustu.
  • 13% hafa lokið raunfærnimati.
  • 12% segja að náms- og starfsráðgjafi hafi heimsótt vinnustaðinn þeirra.
  • 77% svarenda segja að sérsniðið nám á vinnustað myndi nýtast vel í starfi í dag.
  • 47% hafa hætt í námi án þess að ljúka því að fullu.
  • Áhugaleysi og námsleiði er algengasta ástæða þess að fólk hætti í námi en 40% svarenda nefna þá ástæðu, 18% nefna fjölskylduaðstæður og 8% fjárhagslegar skuldbindingar.
  • Þegar spurt er hvaða þættir myndu hafa mest áhrif til að hvetja fólk til náms þá svara 82% því að námið veiti starfsréttindi, 78% nefna von um bætt atvinnutækifæri og að fyrri reynsla eða raunfærnimat fáist metið inn í nýtt nám. 74% nefna von um hærri laun og 73% nefna námsstyrki eða fjárhagslegan stuðning.
  • Fjórðungur segjast hafa haft áform um flutning frá sveitarfélaginu síðastliðin 5 ár.

Ítarlegar niðurstöður má finna í samantekt á vegum Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Bifröst.

Greinargerð um niðurstöður kannana og viðtala má finna hér.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta