Haustönn

Hlutverk mitt í lífinu!

ECTS: 12. Kennarar: Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Henny María Frímannsdóttir Önn: Haustönn. Forkröfur: Almennar forkröfur um inngöngu í grunnnám Tungumál: Íslenska

Innihald og markmið: Námskeiðið hefst á eins dags vinnusmiðju þar sem nemendur og kennarar hittast og kynnast. Farið er yfir spurninguna um hvernig maður finnur hlutverk sitt í lífinu og hvernig maður finnur sér starf við hæfi. Skoðað er hvað hver og einn nemandi vill fá út úr náminu og fundnar leiðir til að gagnast þeim markmiðum.

Í framhaldi af þessu verður boðið upp á fyrirlestra sem fara fram á netinu. Í þeim verður farið yfir skilgreiningar á skapandi greinum og hvernig fólk kemur hugmyndum sínum á framfæri og í framkvæmd. Lögð er áhersla á hópstarf og jafningjafræðslu.

Verkefni: Einstaklingsverkefni eftir vinnusmiðju í upphafi námskeiðs þar sem nemendur skrifa hugleiðingar um hvað þeim fannst áhugahvert og hvert þeir vilja stefna með náminu.

Hópverkefni þar sem nemendur gera kynningar á áhugaverðum fyrirtækjum eða verkefnum í skapandi greinum.

Einstaklingsverkefni í lok námskeiðs þar sem nemendur skrifa hugleiðingar um hvað þeim finnst áhugaverðast af því sem þeir hafa kynnt sér í skapandi greinum.

Hæfni og þekking

Eftir námskeiðið eiga nemendur að:

  • Vita hvernig atvinnuvegurinn er uppbyggður
  • Þekkja helstu stoðkerfi sem tengjast honum
  • Hafa fengið innsýn í störf innan geirans

Les- og kennsluefni: Fyrirlestrar og greinar sem kennarar ákveða og uppástungur nemenda um áhugavert lesefni.

Verkefnastjórnun

ECTS: 6. Kennari: Henny María Frímannsdóttir Önn: Haustönn. Forkröfur: Almennar forkröfur um inngöngu í grunnnám Tungumál: Íslenska

Innihald og markmið: Farið er yfir gagnleg tæki og aðferðir til að skipuleggja verkefni. Markmiðssetning, verkgreining, áætlanagerð, hlutverk verkefnastjórans, mannaráðningar, teymisval, áhættumat, áhættustýring, hagsmunaaðilar, samfélagsþættir, umhverfisvernd og samspila þessara þátta. Notaðir verða fjölbreyttir kennsluhættir sem virkja áhuga nemenda á að finna sér hlutverk og verkefni sem þeir brenna fyrir.

Hæfni og þekking

Eftir námskeiðið eiga nemendur að geta tileinkað sér:

  • Helstu aðferðir í verkefnastjórnun
  • Áætlanagerð og verkferla
  • Áhættumat og stjórnun

Nemendur eiga að geta

  • Framkvæmt algengar greiningar og notað mismunandi verkfæri við verkefnastjórnun
  • Unnið að ýmsum lausnum tengdum verkefnastjórnun
  • Starfað við verkefnastjórnun

Les- og kennsluefni: Ákvörðun kennara

Fjármál og rekstur í skapandi greinum

6 ECTS: 6 Kennari: Guðný Guðjónsdóttir Önn: Haustönn Forkröfur: Almennar forkröfur um inngöngu í grunnnám Tungumál: Íslenska

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefnatímar og verkefnavinna

Innihald og markmið: Nemendur fá innsýn í fjármögnun skapandi verkefna. Farið verður í grundvallaratriði varðandi stofnun og rekstur fyrirtækja. Kynnt verða helstu rekstrarform, kostir þeirrar og gallar. Nemendur fá kennslu í áætlunargerð og uppgjörum ásamt kynningu á grundvallarþáttum sem liggja þar að baki svo sem bókhald, laun og skattaskil.

Hæfni og þekking

Eftir námskeiðið eiga nemendur að:

  • Kunna að gera fjárhagsáætlanir, fjárstreymisáætlanir og fjármögnunaráætlanir
  • Þekkja grundvallaratriði varðandi bókhald, uppgjör og skattaskil
  • Geta lesið og skilið ársreikninga

Les- og kennsluefni: Glærukynningar, greinar, sérútbúin kennslugögn og form. Annað verður kynnt síðar.

Samfélagsábyrgð og virk þátttaka

6 ECTS: 6 Kennari: Magnús Árni Skjöld Magnússon. Önn: Haustönn. Forkröfur: Almennar forkröfur um inngöngu í grunnnám Tungumál: Íslenska

Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar, verkefnatímar og verkefnavinna

Innihald og markmið: Í fyrsta hluta námskeiðsins munum við skoða þær áskoranir sem við sem mannkyn stöndum frammi fyrir og hvað verið er að gera til að mæta þeim. Í öðrum hluta námskeiðsins munum við skoða hvað þarf til að lifa og reka fyrirtæki á sjálfbæran og samfélagslega ábyrgan hátt. Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að þjálfa nemendur í að geta beitt gagnrýnni hugsun til að takast á við siðferðisleg álitamál sem kunna að koma upp í tengslum við þá togstreitu sem getur skapast milli kröfunnar um arðsemi og áskorana sem snúa að umhverfis- og samfélagsáhrifum fyrirtækja. Í þriðja hluta námskeiðsins munum við skoða hvernig við getum beitt ofbeldislausri aðferðafræði til að hafa áhrif á aðra. Við munum skoða áhrifamátt friðsamlegra umbótahreyfinga, hvernig hægt sé að nota samfélagsmiðla og annað sem við höfum aðgang að til að breyta samfélaginu.

Hæfni og þekking

Eftir námskeiðið eiga nemendur að:

  • Þekkja helstu samfélagslegu áskoranir samtímans
  • Hafa tilfinningu fyrir sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð í starfi.
  • Hafa færni til að beita gagnrýnni hugsun til að takast á við siðferðisklemmur sem kunna að koma upp í tengslum við sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð.

Lesefni: Ákvörðun kennara