Stjórnendanámskeið
Margvísleg, sérsniðin námskeið í stjórnendafræðum eru kennd hjá símenntun Háskólans á Bifröst. Slík námskeið nýtast fjölbreyttum hópi en meðal þátttakenda sem þegar hafa sótt slík námskeið innan símenntunar má nefna skólastjórnendur og starfsmenn í ferðaþjónustu og stóriðju.
Mannauðsstjórnun:
Skoðað er hvaða þættir hafi helst áhrif á starfsánægju og til hvaða aðgerða megi grípa til að efla starfsanda. Fjallað verður m.a. um starfsánægju, starfsmannaval, frammistöðumat, starfsmanaviðtöl og vandaða nýliðamóttöku. Sérstök áhersla verður lögð á tengingu við leiðtogafræði og hlutverk leiðtogamennsku í mannauðsstjórnun.
Menningarstjórnun:
Skoðuð verða frumatriði menningarstjórnunar s.s. hugmyndafræði menningarstofnana og stefnumörkun, markaðssetning og hugmyndavinna og menningarlegar og rekstrarlegar forsendur verkefna. Þá verða helstu atriði stjórnunarfræða rædd og skipulag fyrirtækja sett í samhengi við forsendur þeirra.
Skapandi stjórnun:
Í vinnustofu er fjallað um og unnið með hugmyndir um skapandi stjórnun og mikilvægi skapandi leiðtogafærni á 21. öldinni. Þátttakendur munu takast á við ýmis verkefni til þess að efla eigin sköpunarkjark, vinna í teymi og reyna sig í hlutverki stjórnanda.
Stjórnendaþjálfun:
Verkefni stjórnenda eru krefjandi og spennnandi og í því tilliti m.a. skoðað mikilvægi hugarfars og áhersla á núvitund.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta