Sterkari stjórnsýsla

Sterkari stjórnsýsla er hagnýtt nám fyrir stjórnendur í sveitarfélögum sem sniðið er að þeim sem hafa mannaforráð innan stjórnsýslunnar t.a.m. stjórnendum í skólakerfinu, sviðsstjórum og forstöðumönnum stofnana. Um er að ræða hagnýtt nám sem eykur þekkingu, hæfni og leikni stjórnenda til að takast á við krefjandi starfsumhverfi og móta framtíðarsýn fyrir þær stofnanir sem þeir leiða. 

Heildstæð fræðsluáætlun

Um er að ræða heildstætt, 1- 2 ára nám þar sem símenntun við Háskólann á Bifröst greinir fræðsluþarfir og vinnur fræðsluáætlun fyrir stjórnendur sveitarfélagsins.  Öll námskeiðin eru sótt í blöndu af fjar- og staðnámi.Staðnámslota er haldin í viðkomandi sveitarfélagi en námskeiðið fer að öðru leyti fram með fyrirlestrum á netinu. Stjórnendur frá sveitarfélögunum Dalvík, Skagafirði og Hornafirði hafa öll lokið slíkri námsleið.

Námið var skipulagt í samstarfi við sveitarfélagið og lagað að þörfum þess. Námskeiðin voru góð upprifjun fyrir reynda stjórnendur og byggðu upp nýja þekkingu hjá þeim sem höfðu verið skemur í starfi. Auk þess kynntist stjórnendahópurinn upp á nýtt í gegnum námið og þessi samvinna þjappaði hópnum betur saman en áður. 

- Ragnhildur Jónsdóttir, fræðslustjóri hjá sveitarfélaginu Hornafirði

Styttri námsleið

Fyrir þá stjórnendur sem hafa hug á að sækja endurmenntun í styttri útfærslu er einnig í boði  að sækja eins til tveggja daga námsbúðir á Bifröst eða fá leiðbeinendur til sín á staðinn. Þá er hægt að velja úr þau námskeið sem henta hverjum hópi best og eru þau sérsniðin að hverju sveitarfélagi í samráði við stjórnendur.

 

 

Námsskeið í sterkari stjórnsýslu eru efirfarandi

Fjármálastjórnun og áætlanagerð

Markmiðið með námskeiðinu er er að þátttakendur fái góða yfirsýn yfir fjármál og áætlanagerð sveitarfélaga. Einnig að þeir öðlist skilning á því hvernig stjórnendur og starfsmenn hafa með ákvörðunum sínum og  aðgerðum áhrif á afkomu sveitarfélagsins.                                       

Framkoma og tjáning

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur þjálfist í að tjá sig af öryggi jafnt á fundum, í fjölmiðlum sem og í ræðustól. Einnig að þátttakendur öðlist færni í að koma hugmyndum sínum á framfæri með árangursríkum hætti og bæti samskiptafærni sína.

Mannauðsstjórnun – hlutverk stjórnenda

Markmiðið með námskeiðinu er að kynna helstu lykilatriði mannauðsstjórnunar í opinberum stofnunum.  Meðal annars verður fjallað um starfsánægju, starfsmannaval, frammistöðumat, starfsmanaviðtöl og þjálfun starfsfólks. Sérstök áhersla verður lögð á tengingu við leiðtogafræði og hlutverk leiðtogans í mannauðsstjórnun. 

Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur innan sveitarfélaga

Námskeiðið miðar að því að þátttakendur geti greint á milli stjórnsýsluákvarðana og annarra ákvarðana og skilji þýðingu þess að greina þar á milli. Eins að þeir öðlist grundvallarþekkingu á sviði stjórnsýsluréttar og skyldum réttarsviðum og geti hagnýtt sér þá þekkingu í starfi, bæði með því að hafa öðlast meira öryggi við ákvarðanatöku og skipulag verkferla þar sem reynir á stjórnsýslureglur.

Siðfræði og samfélag

Megin markmið námskeiðsins er að kynna nemendur fyrir meginkenningum siðfræðinnar og hvernig megi beita þeim við hversdagslegar aðstæður. Fjallað er um siðferðileg álitamál í starfi, starfssklydur, hollustu, upplýsingagjöf (whistle-blowing), almannahag og ábyrgð. Þá er fjallað um hlutverk staðbundins stjórnvalds, íbúalýðræði, opinberar ákvarðanir, hagsmuni og hagsmunaárekstra. Rætt verður um fagmennsku og kröfur sem starf í opinberri stjórnsýslu gerir til persónulegra þátta og dómgreindar. Loks er farið vandlega yfir siðareglur, gerð þeirra tilgang og notkun.

Mótun framtíðarsýnar og innleiðing breytinga

Markmið námskeiðsins er m.a. að veita þátttakendum innsýn í helstu stefnur og verkfæri við mótun  framtíðarsýnar opinberra stofnana. Þáttur leiðtogans í slíku verkferli er skoðaður sérstaklega og tengsl forystu við árangursríka breytingastjórnun. 

Nýsköpun og samfélagsþróun

Markmið námskeiðsins er tvíþætt, annarsvegar að efla starfsmenn eða félagsmenn og hinsvegar aðstuðla að þátttöku þeirra í breytinga- og nýsköpunarferlum með það að markmiði að stuðla aðsamfélagsþróun og bættri þjónustu. Námskeiðið er haldið í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Einurð ehf. 

Nánari upplýsingar um námið veitir forstöðumaður símenntunar, Magnús Smári Snorrason, maggi@bifrost.is

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta