Markaðsnámskeið
Námskeið á sviði markaðsfræða veita innsýn í grunnaðferðir fræðanna og veita þátttakendum þau tól og tæki sem nauðsynleg eru til markaðssetningar í síbreytilegu og tæknivæddu umhverfi nútíma viðskipta og rekstrar.
Markaðsfræði:
Inngangsnámskeið að markaðsfræði þar sem lögð er áhersla á að kynna nemendur fyrir lykilatriðum markaðsfræðinnar m.a. samkeppnisgreiningu, neytendahegðun, markaðsrannsóknum og stjórnun vörumerkja. Einnig munu nemendur læra um gerð markaðsáætlana.
Markaðsfræði ferðaþjónustu og afþreyingar:
Markmið þessa námskeiðs er að tengja sjónarhorn og sérstöðu ferðaþjónustu og afþreyingargreina við nýjustu áherslur í markaðsfræði. Námskeiðið byggir að grunni til á markaðsfræði þjónustu með megináherslu á vaxandi ferðaþjónustu og afþreyingariðnað.
Stafræn markaðssetning:
Kennd eru grunnhugtök tengd markaðssetningu á Internetinu og farið vandlega í gegnum helstu leiðir og nýjungar sem eru boði á þessum vettvangi s.s. markaðssetning á leitarvélum (SEO),rafræn fréttabréf, markaðssetning á samfélagsvefjum og PPC herferðir á Google og Facebook.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta