Afþreying og félagsstarf

Á Bifröst er mikil hefð fyrir virku og fjörugu félagsstarfi. Í háskólaþorpinu eru einnig fjölmargir afþreyingarmöguleikar. Gott er að skella sér í gönguferð eða í hjólatúr milli verkefna eða í pottinn eftir langan dag.

Líkamsrækt

Líkamsrækt

Í húsnæði skólans eru þreksalur og líkamsræktarstöðin Jakaból, gufubað, nuddpottur og vaðlaug. Svæðið er opið alla daga frá klukkan 06:00 á morgnana til 23:00 á kvöldin.

Internet án endurgjalds

Internet án endurgjalds

Með búsetu á Bifröst fylgir ókeypis aðgangur að háhraða interneti án takmarkanna á niðurhali.

Golfvöllurinn Glanni

Golfvöllurinn Glanni

Golfklúbburinn Glanni er í næsta nágrenni Bifrastar. Golfklúbburinn og Háskólinn á Bifröst hafa gert með sér samkomulag sem veitir nemendum ársgjald á völlinn fyrir einungis 38.000kr. Nemendur skólans geta fengið afsláttinn með því að koma í afgreiðslu golfskálans og framvísa Bifrastarkortinu.

Nemendafélagið

Nemendafélagið

Nemendafélagið á Bifröst hefur verið starfandi á Bifröst síðan árið 1955. Það er hagsmunafélag nemenda við Háskólann á Bifröst og hlutverk þess er að vera sameiningartákn nemenda og stuðla að öflugu félags- og menningarlífi. Allir nemendur sem stunda nám við Háskólann á Bifröst eru sjálfkrafa aðilar í Nemendafélaginu. Nemendafélagið er rekið með styrkjum frá fyrirtækjum og góðri hjálp frá Háskólanum á Bifröst. Því kostar ekkert fyrir félagsmenn að vera aðilar í félaginu.

Íþrótta- og félagsstarf

Íþrótta- og félagsstarf

Á Bifröst er að finna sparkvöll í hæsta gæðaflokki sem er flóðlýstur yfir skammdegið. Þá er einnig að finna körfuboltavöll á svæðinu. Ungmennafélag Stafholtstungna stendur að íþróttaæfingum fyrir ungmenni í íþróttahúsinu á Varmalandi og opnum æfingum fyrir nemendur á Varmalandi. Skallagrímur í Borgarnesi stendur fyrir fjölbreyttru íþróttastarfi fyrir börn og unglinga og einnig er starfandi öflugt dansfélag.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta