18. ágúst 2023

Nýnemadagur Háskólans á Bifröst

Nýnemadagur Háskólans á Bifröst verður föstudaginn 18. ágúst í Grósku í Reykjavík. Einnig verður hægt að taka þátt á Teams.

Dagskráin hefst klukkan 17:00 með ávarpi rektors, Margrétar Jónsdóttur Njarðvík. Í lokin verður boðið upp á léttar veitingar og stutta skemmtun í boði nemendafélagsins og Háskólans á Bifröst.

Ýmsum gagnlegum upplýsingum er miðlað til nýnema. Kennarar og starfsfólk kynna m.a. starfsemi háskólans, kennslukerfi og stoðþjónustu við nemendur. 

Nýnemar eru eindregið hvattir til að taka þátt þar sem þeim nýtist í flestum tilvikum kynningin afar vel í náminu framundan.

Sækja dagskrá nýnemadagsins (pdf)