13. febrúar 2024

Hatursorðræða - hvað er til ráða?

Þriðjudaginn 13. febrúar kl. 14:00 sendir Háskólinn á Bifröst hlaðvarpið Hatursorðræða - hvað er til ráða? út í beinni útsendingu frá stúdíóinu í Hafnar.haus. Bjarki Þór Grönfeldt, lektor við HB og Ólöf Tara hjá Öfgum, ræða orsakir og afleiðingar þess að rýmið sem hatursorðræða fær í samfélaginu okkar virðist fara stöðugt vaxandi, samfara aukinni skautun í þjóðfélagsumræðunni og öfgahyggju.

Hér er á ferðinni áhugaverð umræða, sem snertir að einhverju leyti flest ef ekki öll svið samfélagsins. Að útsendingu lokinni verður upptaka á hlaðvarpinu gerð aðgengileg á helstu veitum.

Viðburðurinn er hluti af dagskrá sem háskólarnir standa sameiginlega á að Jafnréttisdögum 2024.

Sjá FB-síðu viðburðarins

Nánari upplýsingar um viðburði Háskólans á Bifröst á Jafnréttisdögum 2024

Sjá alla viðburði á Jafnréttisdögum 2024


Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta