
„Á bak við tjöldin“ - sögur úr skapandi greinum
Skapandi greinar er ört vaxandi atvinnuvegur sem býður upp á margvísleg starfstækifæri. Efnahagsleg, samfélagsleg og menningarleg áhrif geirans eru víðtæk og mikilvæg. Menning og skapandi greinar móta bæði atvinnulíf og sjálfsmynd samfélaga.
Háskólinn á Bifröst býður upp á bæði eins árs diplómanám og þriggja ára BA-nám í skapandi greinum, sem er það eina sinnar tegundar á Íslandi. Anna Hildur Hildibrandsdóttir stýrir námslínunni, en hún hefur áratuga starfsreynslu innan skapandi greina, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi.
Frekari upplýsingar og skráning í námið
Anna Hildur fær reglulega spurningar um námið - hverjir sækja í það og hvernig það nýtist nemendum. Til að svara þessum spurningum ákvað hún að hitta fimm konur sem í náminu þróuðu hlaðvarpið Á bakvið tjöldin – verkefni sem varð til í skapandi samvinnu þeirra í námskeiðum sem þær sóttu.
Í samtölunum lýsa þær Klara, Helena, Karen, Bryndís og Agla því hvernig námið hefur eflt þær sem listamenn, frumkvöðla og meðvitaða borgara. Þær segja það hafa aukið sjálfstraust sitt, hvatt til samvinnu og þróað skapandi vinnubrögð með samfélagsleg gildi að leiðarljósi. Jafnframt hafi námið kveikt áhuga á rannsóknum og opnað augu þeirra fyrir mikilvægi þekkingarsköpunar í skapandi greinum.
Smelltu á logoið til að lesa viðtalið í heild sinni:
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta