Von á 150 flóttamönnum frá Úkraínu á Bifröst
Háskólinn á Bifröst mun útvega um 150 flóttamönnum frá Úkraínu húsnæði. Leitað er eftir aðstoð almennings vegna undirbúnings fyrir komu þeirra á Bifröst, nú í aprílbyrjun.
Flóttafólkinu stendur til boða um ýmist garðsherbergi eða íbúðir og mun háskólinn aðstoða það við að koma sér fyrir. Hluti af húsnæðinu hefur staðið autt og vantar því húsgögn, borðbúnað og annað það sem gert getur vistarverur að heimili. Standa vonir til að fólk á svæðinu bregðist vel við ákalli um aðstoð í þessum efnum.
Að sögn Margrétar Jónsdóttur Njarðvík, rektors háskólans, eru aðstæður að mörgu leyti ákjósanlegar á Bifröst, ekki hvað síst fyrir fjölskyldufólk. Þá er samfélagið á staðnum boðið og búið til hlaupa undir bagga. Skiptinemar á Bifröst brugðust sem dæmi strax við og buðu aðstoð við að túlka úr rússnesku.
Húsnæðið er í litlu íbúðahverfi á Bifröst og mun íbúafjöldinn þar tvöfaldast með komu flóttafólksins. Móttöku þeirra annast sveitarfélagið Borgarbyggð.
Þeir sem áhuga hafa á að veita aðstoð eru beðnir um að senda upplýsingar um nafn, símarnúmer og það sem lagt verður fram til verkefnisins á netfangið ukraina@bifrost.is
Þá verður um helgina tekið við framlögum á höfuðborgarsvæðinu, Brekkuhúsi 1 í Grafavogi, kl. 14:00 - 16:00 bæði laugardag og sunnudag.
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 (24.03.2022) og á visir.is
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta