Vinnustofa 23. október í Háskólanum á Bifröst - allir velkomnir 20. október 2014

Vinnustofa 23. október í Háskólanum á Bifröst - allir velkomnir

Næstkomandi fimmtudag verður haldin vinnustofa í Háskólanum á Bifröst um vaxtarklasaverkefnið í Borgarbyggð. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst, sveitarfélagsins Borgarbyggðar og fyrirtækja á svæðinu.

  

Vaxtarklasaverkefni í Borgarbyggð
Fundarstjóri: Vilhjálmur Egilsson

 

Tilgangur vinnustofunnar:
Kynna vaxtarklasaverkefni í Borgarbyggð. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst, sveitarfélagsins Borgarbyggðar og fyrirtækja á svæðinu.

Fara yfir niðurstöðu vinnu síðustu mánuða á vegum skólans þar sem rætt hefur verið við fjölda aðila. Í atvinnulífi eru svæðisins eru fjölmörg tækifæri til uppbyggingar sem hafa verið kortlögð.

Skapa umræður, fá hugmyndir og heyra álit fundargesta á því hver næstu skref eigi að vera

 

Mikilvægi vinnustofunnar:
Það eru fjölmörg ónýtt tækifæri til uppbyggingar í Borgarbyggð, í ferðaþjónustu, iðnaði, landbúnaði o.fl. Besta leiðin til þess að nýta þau tækifæri er að menn vinni saman og nýti þá stoðþjónustu sem í boði er.

 

Dagskrá:
 

11:00 Vilhjálmur Egilsson, rektor opnar vinnustofuna

11:05 Fulltrúi Borgarbyggðar

11:10 Hallur og Jón Bjarni kynna verkefnið

12:00 Léttur hádegisverður

12:45 Umræður í vinnuhópum

14:15 Samantekt og umræður/ákvarðanir um næstu skref

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta