19. nóvember 2014
Viltu auka líkur þínar á að fá styrk úr innlendum sjóðum?
Í vinnusmiðjunni verður farið yfir undirstöðuatriði í gerð umsókna um styrki í innlenda sjóði. Farið verður yfir undirbúning fyrir umsóknir og hvernig styrkumsóknir eru ritaðar. Að vinnusmiðjunni lokinni gefst þátttakendum kostur á að skrifa umsókn og skila til leiðbeinanda innan 14 daga. Leiðbeinandi fer yfir umsóknina, rýnir hana og sendir til baka með upplýsingum um hvað var að.
Leiðbeinandi: Sigurður Steingrímsson, verkefnisstjóri, hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Staður: Húsnæði Símenntunar- miðstöðvarinnar í Borgarnesi, 20. nóvember kl. 13:00-16:00
Verð: Vinnusmiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta