Ragnar Már Vilhjálmsson kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á opninni málstofu í morgun sem fram fór í beinu streymi í Húsi atvinnulífsins við Borgartún í Reykajvík.
30. maí 2023Vilja RÚV áfram á auglýsingamarkaði
Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst kynnti í morgun niðurstöður nýrrar rannsóknar á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Kynningin fór fram á málstofu í Húsi atvinnulífsins undir yfirskriftinni. Viðbrögð auglýsenda ef RÚV verður tekið af auglýsingamarkaði.
Brynjar Þór Þorsteinsson, lektor við viðskiptadeild Háskólann á Bifröst, setti málstofuna og Ragnar Már Vilhjálmsson, aðjúnkt, kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar, sem fór fram í apríl sl. en svör bárust frá alls 111 markaðsstjórum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf auglýsenda gagnvart RÚV sem auglýsingamiðli, ásamt því hvað markaðsstjórar telji líkleg viðbrögð auglýsenda ef RÚV hverfur af auglýsingamarkaði með sérstakan fókus á líklega skiptingu markaðsfjár og áherslum eða breytingum í birtingastjórnun.
Að kynningu Ragnars lokinni tóku nokkrir valinkunnir stjórnendur þátt í pallborðsumræðum. Þau voru Hjalti Harðarson, markaðsstjóri Landsbankans, Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1, Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá VÍS og Þorgrímur Ingason, birtingastjóri Birtingahússins. Haraldur Daði Ragnarsson, lektor, stýrði pallborðsumræðum.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru:
- Tveir af hverjum þremur auglýsendum eru fylgjandi óbreyttu fyrirkomulagi RÚV á auglýsingamarkaði.
- 84% þátttakenda nota RÚV til að birta sjónvarps- og útvarpsauglýsingar.
- 59% þátttakenda telja að fjarvera RÚV hefði mikil áhrif á getu sína til að ná settum auglýsingamarkmiðum.
- 63% auglýsenda sem framleiða sjónvarpsauglýsingar telja líklegt að þeir munu draga úr eða hætta alfarið framleiðslu kvikmyndaðra auglýsinga.
- Verði RÚV tekið af auglýsingamarkaði hvað verður líklega um birtingafé vegna sjónvarpsauglýsinga:
35% auglýsenda er líklegastir til að færa birtingaféð til innlendra sjónvarpsstöðva;
29% til Meta og Google/YouTube;
13% á pre-roll á innlendum netmiðlum
23% munu líklega ekki flytja auglýsingaféð á aðra miðla.
Þær ályktanir sem draga má af niðurstöðum rannsóknarinnar eru:
- Birtingafé sem annars hefði verið ráðstafað til RÚV flyst aðeins að hluta til yfir á aðrar innlendar sjónvarpsstöðvar
- Birtingafé mun í enn frekari mæli flytjast til erlendra auglýsingamiðla
- Mikill meirihluti auglýsenda notar RÚV til auglýsingabirtinga og er RÚV mikilvægur þáttur í getu vörumerkja til að ná settum auglýsingamarkmiðum
- Framleiðsla kvikmyndaðra auglýsinga mun dragast saman ef RÚV hverfur af auglýsingamarkaði
Mikið hefur verið rætt undanfarin ár um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Umræðan hefur í megindráttum snúist um spurninguna hvort ríkisrekinn miðill eigi að starfa á markaði í samkeppni við einkarekna fjölmiðla. Minna hefur hins vegar farið fyrir í umræðunni hvaða áhrif það kunni að hafa á auglýsendur að RÚV hvergi af auglýsingamarkaði.
Unnt er að nálgat upptök af málstofunni á FB-síðu Háskólans á Bifröst.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta